Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 33

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 33
LAUF ÚR LANDI MINNINGANNA 31 láta þá dauðu vera ókrufða. Nú •er kaffið lieitt.” “Þú segir nú það, Eyþór litli. En eg segi hitt, að allar rætur okkar menningar eru hjá liðnu tíðinni, en hitt er rétt, að blómið á henni vex og á að springa út í dag og á morg- un. Og það sá amma þín og það viðurkendi hún. Stundum lét hún í ljós, að hafa þyrfti morgundag- inn í huga. Og víst vildi hún vanda verkin sín svo, að þeirra yrðu not i framtíðinni. Því var það, að band- ið, sem hún spann, og þráðurinn, var haldbetri vara en það hand og sá þráður, sem vélarnar afkasta.” “Eg vænti þess!” Eyþór mælti þessi þrjú orð í þeim tón, að auðheyrt var, að hann tók undir við mig rétt til málamyndar. “Og svo þetta, hvað amnia þín var iðjuhneigð. Hún undi sér ekki iðjulaus, stundinni lengur. Hún hafði yndi af starfinu; tókstu eftir þessu, drengur, að hún Þórey amma þín hafði yndi af vinnunni. Hún vann ekki með hangandi hendi. Æfinlega var hún fyrst á engið og af því síðust; sú var nú húsbóndaholl. Hún þurfti ekki að leita að hrífunni sinni; hafði hana á afskektum stað, og braut aldrei hrífu, var þó sterk og á'takagóð, þegar þess þurfti. Og sá rakstur, ekki strá eftir, þar sem hún rakaði ljá eða flekk. Og alla flekki vildi hún hafa rétthyrnda og alla fanga- flokka raðajafna. Eg man það vel. að liún bar oft föng langan spöl, til að laga flokk eða flekk. Það var nú vandvirkni, eða þá fegurðarsmekk- ur, eða hvorttveggja.” Eyþór leit upp í tjaldrisið og mælti: “Og hvað hafði hún upp úr trú- menskunni og vandvirkninni? Hafði hún nokkuð hærra kaup en hinar, sem miður gerðu? Eða var henni þakkað fyrir?” Hún hafði það upp úr krafstrin- um, hún amma þín, að eftir henni var sózt frá beztu bæjum, og svo hafði hún meðvitundina um vel unnið starf, þakklæti samvizku sinnar.” “Ekki spyr eg nú að því,” mælti Eyþór, “þeim laununum. Það gat. gengið á þeim árum, en nú er öld- in önnur. Nú er um að gera að fá hátt kaup og verða þó ekki lúinn. Amma hefði lært stafrofið það, ef hún hefði nú lifað.” “Ó-nei, drengur minn, hún var ekki þannig gerð, og svo var hún föst fyrir, að eðlisfari og af tamn- ingu, að hún varö ekki uppnæm fyrir tízkuþyt eða þessháttar golu- kasti.” Eyþór rendi kaffi í bollann og bragðaði sopann. En kaffið var logandi heitt, og hann gretti sig. “Jæja þá, en því búnaðist ömmu ekki meðan hún bjó, fyrst hún var svona vel verki farin?” “Þá sögu kann eg ekki að segja þér, Eyþór. En eg held að hún hafi átt lítilsháttar mann, þótt und- arlegt væri um svo mikilsháttar konu. Það atvikast svona stund- um, þó undarlegt megi virðast, að úrvalskonur lenda hjá úrþvættis- mönnum. Hún talaði aldrei um bónda sinn, og á því þóttist eg skilja, að hún hafi ekki litið upp til hans. Annars var hún einstaklega fáorð og lét ekki vaða ofan í sig.” “Og livað er nú til marks um það?” spurði Eyþór. “Margt gæti eg sagt þér af þag-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.