Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 35
LAUF ÚR LANDI MINNINGANNA
33
falli, stakk snoppunni niður og
jarmaði, leit svo til mín og hengdi
höfuðið. Þarna fann eg nú lamb-
ið'. Það stóð á stétt í jarðfallinu,
en lækurinn fossandi neðan við. Eg
rak Mókollu heim og stóð amma
þín úti, þegar eg kom. Þá var liðið
fram á nótt og allir aðrir háttaðir.
Þá sagði amma þín: “Nú gerðirðu
vel, og komdu nú með mér upp á
stofuloft sem snöggvast.” — Þar
lauk hún upp kistu sinni, sem eng-
inn fékk að líta í annars, og tók úr
henni fullar lúkur sínar af rúsínum
og stóran kandísmola og silfur-
krónu. Hún mælti þá: “Ekki get
eg og ekki hefi eg getað gengið
þér í móðurstað. En það læt eg um
mælt, að þú verðir gæfumaður."
Þá voru falleg augun í ömmu þinni
og röddin mjúk og innileg. Og
þá —”
“Þá hvað?” spurði Eyþór.
“Þá þótti mér vænt um, og þá
var mér heitt um lijartaræturnar,
máttu vita; því að fyrirbænir trú-
aðrar konu geta verið heitar, og
ekki er vert að neita því, að áhrifin
þau verði langvinn.”
Við þögðum báðir um stund, og
nú virtist mér Eyþór vera þannig,
sem á hann rynnu tvær grímur.
Svo mælti hann, eins og ekki væri
um neitt að tefla:
“Var hún nokkuð gefin fyrir
bækur, amma gamla?”
“Eflaust. Hún vildi láta lesa upp-
hátt á kvöldin, sögur og blöð, en
ekki gaf hún sér tíma til þess sjálf,
nema á sunnudögum lítilsháttar og
hátíöardögum. Og svo var hún
stálminnug, að frábært var; hefði
vafalaust orðið næm, ef lært hefði í
skóla. En þá var ekki um annað
að gera en vinna og spara, þegar
hún ólst upp, nota tímann og hirða
vel það, sem haft var undir hönd-
um. Og þá var ekki hugsað um
verkföll og styttan vinnudag.”
“En hverjar voru nautnir þessa
gamla fólks?” spurði Eyþór. “Það
hefir lifað eins og sauðskepnurn -
ar.”
“Ó-nei, drengur minn, ekki svip-
að því. Það leitaði inn í sitt eigið
hugskaut eftir sælunni, sökti sér
niður í djúp sálar sinnar. Eg er viss
um að amma þín var sælli en stúlk-
urnar, sem nú sækja skemtistað-
ina. Vinnan og trúin gerðu hana
ánægða og sæla.”
“Vinnan og trúin!” mælti Eyþór
og sletti tungunni í góminn.
“Hættu nú!”
Eyþór saup kaffið og gæddi sér
á brauði og sykri.
En úti í móunum lágu eggja-
mæðurnar í hreiðrum sínum. Og
steggjarnir voru á verði á hávöð-
unum.
Kirkjuturninn mændi yfir sveit-
ina, þar sem Þórey lá undir, og
roðnaði hann þeim megin, sem
vissi að miðnætursól.
— Nú er önnur árstíð og við
Eyþór komnir sinn í hvora átt-
ina. —
Eg er vegagerðarmaður, þegar
úti er hægt að vera, en bæti skó á
vetrin — sit á mölinni og horfi út
á hafið.
En Eyþór er orðinn leiðtogi
verkamanna, heimtar styttan
vinnudag, hærra kaup og þjóð-
nýtingu, talar á mannamótum,
ritar í blað þeirra og gengst fyrir
verkföllum.
Eplin geta stundum oltið nokk-
uð langt frá eikinni.