Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 37
GAMALT OG GOTT — OG ILT
35
mætti bjóða þeim eins góð kjör
eins og Vesturheims-agentarnir
buðu í gamla daga. En ekki vil eg
ábyrgjast, að það kyn reyndist eins
vel og það íslenzka vestra.)
Fátæktarskólinn var áreiðanlega
stundum góður, þó hann væri oft
harður. Og þess vegna fer mér
stundum svo, að eg fyrir minna
barna hönd og margra annara, öf-
unda sumra fátækra börn og fæ ó-
beit á glysinu og góða matnum og
skólamentuninni, og ekki sízt allri
eyðsluseminni, sem nú veður uppi.
Það er einkum sparneytnin og
nýtnin, sem eg sá svo oft í ung-
dæmi rnínu, sem eg sakna nú á
tímum. Þó þori eg ekki að senda
mína krakka frá mér á fátækra-
skóla. Því fátæktinni fylgir áreið-
anlega margt ilt, og sparneytni og
nýtni geta líka gengið fram úr hófi.
Og svo finst mér yfirleitt fátæk-
lingarnir nú á tímum miklu lakari
tegund fátæklinga heldur en gerð-
ist í gamla daga. Þá var svo al-
gengt að menn væru fátækir, að
betra fólkið slæddist alt eins með
eins og hitt.
Óvíða mun finnast meiri hagsýni
í litlum efnum, heldur en á sveita-
heimilum íslenzkum. Þó eg sé
sjálfur talinn eyðsluseggur, þá er
fá'tt í fari náunga minna, sem eg
dáist meira að, en hagsýni og að-
sjálni án nízku. Finst mér þetta
vottur þess að sparnaðardygðin sé
þó að nokkru leyti runnin mér í
blóðið, en auk þess verð eg oft var
við liana í þeirri ástríðu, að vilja
tína upp og hirða ýmislegt dót, sem
eg hefi aldrei brúk fyrir, en sem eg
síðan geymi vandlega eins og gam-
alt hey til næstu harðinda.
Eg lærði þetta og margt annað
spaklegt af fátækum leiksystkinum
mínum, þegar eg var drengur í
Odda.
II.
Eg man, þegar eg vakti yfir tún-
inu og deildi nesti mínu með kot-
kiökkunum úr nágrenninu. Eg
ætlaði að kasta pörunni utan af
bióðmörnum. En Gerða í For*)
sagðist hafa verið vanin á að borða
pöruna fyrst og sér þætti hún góð.
Eg fann þetta vera heillaráð.
Þegar Guðni í Ekrunni var tek-
inn heim til okkar um tíma, til
að ná á sig holdum, þá lærði eg
meira í íslenzkri menningarsögu,
en eg síðan hefi lært af bókum. —
Hann var á aldur við mig, 10 ára
gamall. Það var orðið bjarglaust
í kotinu eins og vant var á- vorin,
og krakkarnir ætluðu að detta
sundur úr hor. “Við erum nú bú-
in með nöguna (þ. e. harðfiskur-
inn),” sagði Guðjón, elzti drengur-
inn og ók sér, þegar pabbi spurði
hann um, hvernig ástatt væri um
matarforðann. Og hann kipti upp
brókunum og herti á sultarólinni
(því sultaról var algeng í þá daga
og friðaði magann furðu vel í bili,
ault þess sem hún gerði axlabönd
óþörf).
Harðfisksbiti — og roðið með —
og bræðingur — og flautir, þetta
hafði verið eina viðurværið síöustu
vikurnar. (Eg skildi aldrei í, hvað
tveir sepparnir, sem voru á lieim-
ilinu, gátu fengið í svanginn til að
treina í sér lífið. Sennilega hafa
þeir vitað af úldnum ærskrokk úti
í liaga — í dýinu — frá í fyrra.)
"*) For var kot í Oddatúni. Nú sr þar
fjós prestsins.