Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 40
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
BÓttkveikjur eru fjarverandi og lif-
að er mest undir berum himni.
gengur alt furðu vel, og — það get-
ur komið nokkuð oft fyrir, einkum
í kulda og úti við. Þess vegna
sletta margir í góm og trúa ekki
fremur okkur læknunum heldur en
brennisteinsprédikurum Hjálpræð-
ishersins. Sjómennina er einna
erfiðast að sannfæra, en þeim er
vorkunn nokkur vegna vatnseklu,
en sjórinn óhentugur, því sápan
freyðir ekki né leysist upp. Þaö
verður að tízku að þvo sér ekki, og
svona er um fólk í ýmsum iðn-
greinum, að það tekur sóðaskap-
inn hvert af öðru.
IV.
“Góð blöð eru góð, þegar þau
eru góð,” sagði prestur í ræðu;
“en vond blöð geta verið vond, þeg-
ar þau eru vond,” bætti hann við.
Eins er um nýtnina.
Eg hefi oft veitt því eftirtekt á
læknisferðum, að það er eins og
gömul erfðafesta meðal margra
sveitamanna á sérstakri nýtni á
reiðverum og reiðfatnaði *— jafn-
vel á efnaðri heimilum. —
Eg var sóttur til sjúklings uppi í
sveit. Fylgdarmaðurinn var ung-
lingspiltur, vinnumaður. Hann var
í gamalli, upplitaðri, rifinni regn-
kápu tvíhneptri, og vantaði flesta
hnappana öðru megin. Hatturinn
var linur, líka upplitaður, orðinn
skælgdur og lögunarlaus af elli og
brúkun. Um hálsinn hafði hann
þykkan trefil. Á fótunum stígvéla-
skó, talsvert slitna, og þar ofan við
legghlífar, líka slitnar og bögglað-
ar af ellilasleik. — Það var rigning
og kalsaveður.
Hrossin voru eins og gerist, bæði
löt og illgeng, — þar á ofan voru
þau mögur og ekki gengin úr hár-
unum. —
Reiðver piltsins var heldur ekki
glæsilegt. Hnakkurinn var auð-
sjáanlega eldri en hann sjálfur,
beinharður og kantaður. önnur
ístaðsólin var slitin og bundin sam-
an með snæri. Reiðinn var líka slit-
inn, en endurbættur á sama hátt.
Beizlið var í svipuðu ástandi.
Þegar við höfðum riðið spölkorn,
bilaði ístaðsólin, sú sem bætt var. —
Seinna slitnaði reiðinn. “Sjaldan
er bagi að bandi”. Við höfðum báð-
ir snærisspotta í vasanum og
bjuggum um sárin. En þetta tók
tíma.
Eg var það vel búinn við rign-
ingunni, að eg varð ekki teljandi
votur í það skifti. Þó var mér kalt.
Pilturinn var gegndrepa og lopp-
inn, en bar sig furðu vel. Hann
var þessu vanur, þessum útbúnaði
og útivist í misjöfnu veðri. Kröfur
til lífsþæginda lítið vakandi. Nokk-
uð sama um sinn skrokk. “Ek hefi
vánd klæði ok hirði ek lítt þótt ek
slíti þeim eigi gjörr,”- sagði bóndinn
við Börk digra forðum. Sá hugs-
unarháttur er enn nokkuð algeng-
ur. En mér finst liann bera vott
um sálarsljóleik. Örbirgð og úr-
ræðaleysi gegn erfiðri náttúru hef-
ir drepið part af sálinni.
Eg segi ekki þessa sögu til þess
að gera gys að löndum mínurn
austan hafs, því meðal sumra Vest-
ur-íslendinga gerast sjálfsagt enn
samkonar sögur. Heldur er þetta
eitt af dæmunum, hvernig enn má
sjá ráfa um bjartan daginn svo
margar vofur frá löngu liðnum
tímum örbirgðar, sem feður vorir
liíðu við öld eftir öld. —