Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 43

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 43
GAMALT OG GOTT — OG ILT 41 Það eimir víða eftir af rótgrón- nm kotungshætti, seni sættir sig við illa líðan, óloft og óþverra — af gömlum erfðavana, frá því forfeð- urnir tovöldust í móðuharðindum, hafísárum, Heklugosum og sulti mann fram af manni, og hættu að meta líf sitt meira en horreisa hrossskrokk. En hitt er eins víst, og þess ern dæmin fleiri, að fyrir mörgum bændum er það ekki af viljaleysi, heldur hreinum efnaskorti, að þeir verða að sætta sig við sömu lífs- kiör og fátæklingar á horfinni öld. Þeir vilja ekki yfirgefa átthagana og flytja til kaupstaðanna eða af landi burt, fremur en aðþrengdir setuliðar vilja gefa sig á vald óvin- um sínum. Þeir vilja heldur þola sult og seyru og bíða betri tíma. Hinrik 4. Frakkakonungur ósk- aði, að hann gæti bætt svo haginn fyrir alþýðu, að hver fjölskylda gæti fengið steiktar akurhænur til matar á sunnudögum. Nú á tím- um myndi sérhver konungur hugsa joað hærra, að liann óskaði öllum, auk góðs fæðis, einnig góðra klæða og góðra húsakynna. Eg veit ekki til hvers ríkissjóði lands vors væri betur varið en tii að hjálpa óspart sveitabændum til “að festa fætur í landi” og ala upp beztu þegna landsins framvegis eins og hingað til. VIII. Hvað er gott og hvað er ilt? Þessari spurningu er jafn-erfitt aö svara, þegar heil þjóð á í hlut, og þegar um einstakling er að ræða. Og þá víkur því svo undarlega við, aö margt af því, sem öllum kem- ur saman um að sé ilt og skaðlegt, er það aðeins í bili og getur, þegar gæfan er með, snúist til góðs. — Alt gengur í bylgjum í veraldar- sögunni — velmegun og vandræði á víxl. Á voru landi hefir bylgju- gangurinn verið ýmist krappur, eða langar bylgjur mótlætis hafa skifst á við stuttar meðlætisbylgj- ur. Meðlætið hefir áreiðanlega ekki spilt íslendingum. Það hefir verið af svo hæfilega skornum skamti. En mótlætið hefir stundum ætlað þjóðina lifandi að drepa. Þrátt fyrir allar þúsund fórnirnar öld fram af öld, og meðfram fyrir þær, hef- ir þó stofninn vaxið og þroskast, 'svo að íslendingar eru meðal hinna hæztu þjóða, að líkamsvexti, eftir því sem próf. G. Hannesson hefir sýnt og sannað. Þúsund ára meðlæti hefði áreið- anlega ekki gert okkur eins mikið gagn og mótlætið, eða réttara, lífs- alvaran hefir gert. Eg get nú ekki að svo stöddu sagt gerr frá, hvað gera skuli til að halda kyninu óskemdu fram- vegis. Eg vil ekki fara að flengja krakkana á ný, og heldur ekki svelta þá, nema svo að þau hafi matarlyst við borðið, — en eg vil að allir læri að vinnatil matar síns og að sú regla komist á, að sá sem ekki vill vinna, skuli ei heldur mat fá, og að yfirleitt gangi skólament- un út á fyrst og fremst, að kenna unglingum vinnu til að hafa ofan af fyrir sér með, og þar næst ýmsa holla mannasiði, samkvæmt regl- um heilsufræðinnar, og þá ekki sízt þá, að herða sig á útiloftinu gegn kulda og veðrabrigðum, við vinnu og íþróttir. Málfræði og reikn- ingur má koma fyrst þar á eftir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.