Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 48
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDING.4
verður Þverá, sem fellur þar skamt
fyrir vestan suður í Þjórsá, að
ráða vesturtakmörkunum. Svo er
og líklegt, að verið hafi í fornöld,
sbr. Árb., bls. 44—45, en eigi að
síður er skifting sú óeðlileg. Einna
réttast finst mér að láta Gauks-
höfða, er gengur suðaustur úr
Hagafjalli niður að Þjórsá, ráða
vesturtakmörkum dalsins syðst. —
Norður af Hagafjalli gengur Ásólfs-
staðafell til norðausturs; þá tekur
við hnúkaklasi allhár, Geldinga-
dalsfjöll svonefnd, lengra austur-
halt til norðurs. Ef fylgja á há-
lendisbrúninni, verður að nefna
Skriðufellsfjall, sem gengur í suð-
austur frá Geldingadalsfjöllum og
myndast hvammur allmikill mót
suðaustri milli þess og Hagafjalls.
Ásar miklir eru kringum Skriðu-
fellsfjall að sunnan og suðaustan.
en austur af því er stuðlabergs-
stapi, kallaður Dímon. Þessi fjöll,
Dímon og Skriðufellsfjall, skaga
suðaustur úr hálendisbrúninni inn
í dalinn. Norður af þeim gengur
lágur fjallrani norðaustur í dalinn
og nefnist Áslákstungufjall, en
innri endi þess heitir Fagriskógur.
Milli fjalls þessa og Geldingadals-
fjalla myndast dálítill afdalur til
norðausturs, er Br. J. kallar Grjót-
árkrókinn. Fyrir mynni hans renn-
ur Grjótá austur í Sandá, er fellur
austurundir þessari hálendisbrún
suður í Þjórsá. Fyrir norðan Geld-
ingadalsfjöll gengur Heljarkinn til
austurs. Austan í henni er hár ás,
Lambhöfði, en þar norðaustur af
er Fossalda, hnúkmyndað hálendi.
Kemur Fossá norðan fyrir liana að
austan og steypist við austurhorn
heiinar niður í Fossárdal, sem tal-
inn er hinn eiginlegi botn Þjórsár-
dals. Þar sem áin steypist niður í
dalinn heitir Háifoss, hann er tal-
inn um 400 fet á hæð.
Hér hefir verið drepið á vestur-
og suðurtakmörk Þjórsárdals. —
Að austan, syðst við Þjórsá, tak-
markast hann af Búrfelli, eins og
áður hefir verið getið. Þetta fell
er hömrum lukt á alla vegu, og
gnæfir eins og geysimikill höfði,
1500 fetum hærra en sléttan við
rætur þess (sbr. Ferðabók Þ. Thor.
II., bls. 163). Norður af Búrfelli
gengur ás allmikill, og er hann á-
fastur við suðurenda Skeljafells.
Myndast þar hvammur mót vestri,
milli Búrfells og Skeljafells, en
slakkinn milli fjallanna heitir
Sámsstaðaklif, suðurendi Skelja-
fells heitir Sámsstaðamúli. Fyrir
norðan Skeljafell lækkar landið aft-
ur, og breikkar dalurinn þar all-
mikið. Verður því að fara ærinn
bug austur á við, ef fylgja skal há-
lendisbrún þeirri, er tengir Skelja-
fell við Stangarfjall, sem er all-
langt til norðurs þaðan. Milli
þessara fjalla er e.k. skarð upp úr
dalnum og liggur um það varðaður
vegur áleiðis til Sprengisands. Há-
lendið milli Skeljafells og Stangar-
fjalls heitir ýmsum nöfnum (sbr.
ritg. Br. J.), en austur af því er
hraunkvísl kölluð “Hafið”. Hefir
liún í fyrndinni runnið vestur milli
fjallanna. Stangarfjall virðist eftir
uppdrætti Br. J. ná allar götur til
Háafoss. eða inn í botn Fossárdals.
Þar fyrir norðan, austan Fossár,
tekur viö Fossheiðin, og hefir þá
verið lauslega getið hálendis þess,
er myndar brúnir Þjórsárdals að
austan og vestan, frá Þjórsá til
Fossárdalsbotns.
Þjórsárdals er getið í íslenzkum