Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 48
46 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDING.4 verður Þverá, sem fellur þar skamt fyrir vestan suður í Þjórsá, að ráða vesturtakmörkunum. Svo er og líklegt, að verið hafi í fornöld, sbr. Árb., bls. 44—45, en eigi að síður er skifting sú óeðlileg. Einna réttast finst mér að láta Gauks- höfða, er gengur suðaustur úr Hagafjalli niður að Þjórsá, ráða vesturtakmörkum dalsins syðst. — Norður af Hagafjalli gengur Ásólfs- staðafell til norðausturs; þá tekur við hnúkaklasi allhár, Geldinga- dalsfjöll svonefnd, lengra austur- halt til norðurs. Ef fylgja á há- lendisbrúninni, verður að nefna Skriðufellsfjall, sem gengur í suð- austur frá Geldingadalsfjöllum og myndast hvammur allmikill mót suðaustri milli þess og Hagafjalls. Ásar miklir eru kringum Skriðu- fellsfjall að sunnan og suðaustan. en austur af því er stuðlabergs- stapi, kallaður Dímon. Þessi fjöll, Dímon og Skriðufellsfjall, skaga suðaustur úr hálendisbrúninni inn í dalinn. Norður af þeim gengur lágur fjallrani norðaustur í dalinn og nefnist Áslákstungufjall, en innri endi þess heitir Fagriskógur. Milli fjalls þessa og Geldingadals- fjalla myndast dálítill afdalur til norðausturs, er Br. J. kallar Grjót- árkrókinn. Fyrir mynni hans renn- ur Grjótá austur í Sandá, er fellur austurundir þessari hálendisbrún suður í Þjórsá. Fyrir norðan Geld- ingadalsfjöll gengur Heljarkinn til austurs. Austan í henni er hár ás, Lambhöfði, en þar norðaustur af er Fossalda, hnúkmyndað hálendi. Kemur Fossá norðan fyrir liana að austan og steypist við austurhorn heiinar niður í Fossárdal, sem tal- inn er hinn eiginlegi botn Þjórsár- dals. Þar sem áin steypist niður í dalinn heitir Háifoss, hann er tal- inn um 400 fet á hæð. Hér hefir verið drepið á vestur- og suðurtakmörk Þjórsárdals. — Að austan, syðst við Þjórsá, tak- markast hann af Búrfelli, eins og áður hefir verið getið. Þetta fell er hömrum lukt á alla vegu, og gnæfir eins og geysimikill höfði, 1500 fetum hærra en sléttan við rætur þess (sbr. Ferðabók Þ. Thor. II., bls. 163). Norður af Búrfelli gengur ás allmikill, og er hann á- fastur við suðurenda Skeljafells. Myndast þar hvammur mót vestri, milli Búrfells og Skeljafells, en slakkinn milli fjallanna heitir Sámsstaðaklif, suðurendi Skelja- fells heitir Sámsstaðamúli. Fyrir norðan Skeljafell lækkar landið aft- ur, og breikkar dalurinn þar all- mikið. Verður því að fara ærinn bug austur á við, ef fylgja skal há- lendisbrún þeirri, er tengir Skelja- fell við Stangarfjall, sem er all- langt til norðurs þaðan. Milli þessara fjalla er e.k. skarð upp úr dalnum og liggur um það varðaður vegur áleiðis til Sprengisands. Há- lendið milli Skeljafells og Stangar- fjalls heitir ýmsum nöfnum (sbr. ritg. Br. J.), en austur af því er hraunkvísl kölluð “Hafið”. Hefir liún í fyrndinni runnið vestur milli fjallanna. Stangarfjall virðist eftir uppdrætti Br. J. ná allar götur til Háafoss. eða inn í botn Fossárdals. Þar fyrir norðan, austan Fossár, tekur viö Fossheiðin, og hefir þá verið lauslega getið hálendis þess, er myndar brúnir Þjórsárdals að austan og vestan, frá Þjórsá til Fossárdalsbotns. Þjórsárdals er getið í íslenzkum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.