Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 49
PRÁ ÞJÓRSÁRDAL
fornritum. Ljósar sagnir fara þó
eigi af dalnum eða íbúum hans,
og engin saga er til um Þjórsdæli.
En eftir rannsóknum að dæma,
virðist þar hafa verið allmikil bygð.
Engin ástæða er til að ætla það,
að Hjalti Skeggjason hafi búið þar
einn, og hafi bær hans heitið
Þjórsárdalur, enda þótt í fornum
scgum sé eigi nánar ákveðið en
svo, að kalla liann Hjalta Skeggja-
son úr Þjórsárdal.
Landnáma greinir þannig frá um
byggingu Þjórsárdals: “Þorbjörn
laxakarl nam Þjórsárdal allan ok
Gnúpverjahrepp ofan til Kálfár, ok
bjó enn fyrsta vetr at Miðhúsum;
liann hafði þrjár vetrsetr (sum
hdr. hafa: þriðju vetrsetu, eða:
þar vetrsetu) áðr hann kom í
Haga, þar bjó hann til dauðadags;
hans synir voru þeir Otkell í Þjórs-
árdal ok Þorkell trandill ok Þor-
gils” o. s. frv. (útg. J. Sig. bls. 130).
Þá er og ennfremur á bls. 335:
“Arngeirr hét maðr, er nam Sléttu
alla leið milli Hávararlóns ok
Sveinungavíkr; lians börn voru
þau Þorgils ok Oddr ok Þuríðr, er
Steinólfr í Þjórsárdal átti.....
Oddr var síðan illr ok ódæll við at
eiga, hann var hamrammr svo
mjök, at hann gekk heiman úr
Hraunhöfn um kveldit, en kom um
morgunin eftir í Þjórsárdal, til liðs
við systur sína, er Þjórsdælir vildu
berja grjóti í liel” (fyrir tröllskap
ok fjölkyngi, bæta sum hdr. við).
Langur dæguráfangi myndi nú tal-
inn gangandi manni af Melrakka-
sléttu suður til Þjórsárdals. í Njálu
er Þjórsárdals tvívegis getið, en
á báðum stöðum lauslega og aðeins
í sambandi við Hjalta Skeggjason.
Loks getur Holta-Þórissaga um
47
—I
viðureign þeirra Holta-Þóris og
Eilífs bónda á Ási í Þjórsárdal, en
sú heimild er ung og lítt merk.
Af íbúum dalsins í fornöld er
Hjalti Skeggjason lang-kunnastur,
og er hans víða að góðu getið.
Helztu heimildir um Hjalta, auk
Ólafssagnanna, er Kristnisaga og
Njála, en einnig er hans getið í
Islendingabók og Landnámu. Præg-
astur er hann vafalaust fyrir þátt
þann, er hann átti í kristnitökunni
árið 1000. Áður hefir verið getið
Þorbjörns laxakarls og sona hans
þriggja. Er þá næst að minnast á
sonarson Þorbjörns, þann mann,
sem fornsögurnar eru svo tilfinn-
anlega fáorðar um, kappann Gauk
Trandilsson. Við hann mun kend-
ur Gaukshöfði fremst í Þjórsárdal
að vestan, en talið er, að Gaukur
liafi búið í Stöng, sunnan við
Stangarfjall. Gaukur Trandilsson
var fóstbróðir Ásgríms Elliða-
Grímssonar í Tungu, sbr. Njálu,
kap. 26 (útg. Vald. Ásm.) í sam-
bandi við ætt Ásgríms: “Gaukr
Trandilsson var fóstbróðir Ásgríms,
er fræknastr maðr hefir verið ok
bezt at sér gerr. Þar varð illa með
þeim Ásgrími, því at Ásgrímr varð
banamaðr Gauks”.
Furðu ríflega deilir höfundur
Njálu Gauki hróðurinn í þessari
stuttu lýsingu. Hvílíkur styrkur
má það vera minningu hans, að
maðurinn, sem lýsir Gunnari á
Hlíðarenda og öðrum afreksmönn-
um, skuli fara um hann slíkum
orðum. Eigi vita menn um sakir
Þeirra Ásgríms og Gauks, en ætla
má að þær hafi eigi verið smáar.
Br. J. getur um sögu, sem höfð er
eftir Vigfúsi “víðförla” úr Skafta-
fellssýslu, og er hún á þessa leið: