Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 50

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 50
48 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA “Gaukur fíflaði liúsfreyju á Stein- ólfsstöðum (nú Steinastöðum); liún var skyld Ásgrími Elliða- Grímssyni; þar af óx óþokki milli þeirra og dró til þess, að Ásgrímur drap Gauk”. Þetta þóttist Vigfús hafa lesið í ritjum af Þjórsdæla- sögu, er hann átti, en sem seinna glataðist í láni, sbr. Árb., bls. 51. t Þjóðsögum Jóns Árnasonar II, bls. 100, er þessi alkunna vísa: “Önnur var öldin, er Gaukur bjó í Stöng, þá var ei til Steinastaða leiðin löng.” Sennilegt er, að þarna sé einmitt átt við Gauk Trandilsson, og virð- ist vísan vel geta bent í sömu átt og saga Vigfúsar. En hvað sem þessum munnmælum líður, má ætla, að Ásgrímur hafi hlotið á- mæli eigi all-lítið af vígi Gauks, sbr. t. d. Njálu, kap. 139, í sam- bandi við liðsbónina á Alþingi, er Skafti Þóroddsson svarar þeim Gissuri og Ásgrími á þessa leið: “Þit þykkist hafa staðit í stórræð- um; þú Gissur hvíti, þá er þú sótt- iv Gunnar at Hlíðarenda — enn Ás- grímr af því er hann drap Gauk fóstbróður sinn.” Ásgrímur svarar: “Fár bregður hinu betra, ef hann veit liit verra. Enn þat munu marg- ir mæia, at eigi dræpa ek Gauk fyrr en mér væri nauðr á. .” í íslendingadrápu Hauks Valdís- arsonar, frá 12. öld, er þessi vísu- helmingur um Gauk Trandilsson: . . ok geirraddar gladdi Gaukr Trandilsson liauka geig vann heldr at hjaldri hann ófóum manni. Þetta vísubrot styrkir óneitanlega vitnisburð Njálu og þá hyggju manna, að Gaukur hafi verið hreystimaður. Skal hans hér nú nokkru nánar getið, m. a. af því, að svo nauðalítiö er nú kunnugt um þenna merkilega mann. í ritgerð sinni, “Tre Orknöiske runeindskrifter (í Clir. Videnskabs Selskabs Forhandlinger for 1903, nr. 10), fjallar Magnus Olsen próf. í Kristjaníu, um þrjár rúnaristur, sem fundist hafi í Maeshowe-dys- inni á Orkneyjum 1861. í þessari dys hafa fundist margar rúnarist- ur og hefir þeim verið raðað. Rist- an nr. XVI hefir verið lesin þann- ig: mæþ þæire öhse er ati Köukr trænilsonr fyrir sunan lant, þ. e.: með þeirri öxi er átti Gaukr Trandils sonr fyrir sunnan land. En þetta er hvorki lieilt né hálft, virðist helzt vera vísubotn. Rafn hefir stungið upp á því, að setja rúnaristuna nr. XVIII frá Maeshowe framan við, og Magnus Olsen hallast að skoðun hans. Hún er á þessa leið: þisar runar rist sa maþr er runstr er fyrir uæstan haf. Þá verður öll vísan þannig, færð til nútíðarmáls: Þessar rúnar reist sá maðr, er rýnstr er fyrir vestan liaf, með þeirri öxi, er átti Gaukr Trandils sonr fyrir sunnan land.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.