Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 50
48
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“Gaukur fíflaði liúsfreyju á Stein-
ólfsstöðum (nú Steinastöðum);
liún var skyld Ásgrími Elliða-
Grímssyni; þar af óx óþokki milli
þeirra og dró til þess, að Ásgrímur
drap Gauk”. Þetta þóttist Vigfús
hafa lesið í ritjum af Þjórsdæla-
sögu, er hann átti, en sem seinna
glataðist í láni, sbr. Árb., bls. 51.
t Þjóðsögum Jóns Árnasonar II, bls.
100, er þessi alkunna vísa:
“Önnur var öldin, er Gaukur bjó í
Stöng,
þá var ei til Steinastaða leiðin
löng.”
Sennilegt er, að þarna sé einmitt
átt við Gauk Trandilsson, og virð-
ist vísan vel geta bent í sömu átt
og saga Vigfúsar. En hvað sem
þessum munnmælum líður, má
ætla, að Ásgrímur hafi hlotið á-
mæli eigi all-lítið af vígi Gauks,
sbr. t. d. Njálu, kap. 139, í sam-
bandi við liðsbónina á Alþingi, er
Skafti Þóroddsson svarar þeim
Gissuri og Ásgrími á þessa leið:
“Þit þykkist hafa staðit í stórræð-
um; þú Gissur hvíti, þá er þú sótt-
iv Gunnar at Hlíðarenda — enn Ás-
grímr af því er hann drap Gauk
fóstbróður sinn.” Ásgrímur svarar:
“Fár bregður hinu betra, ef hann
veit liit verra. Enn þat munu marg-
ir mæia, at eigi dræpa ek Gauk
fyrr en mér væri nauðr á. .”
í íslendingadrápu Hauks Valdís-
arsonar, frá 12. öld, er þessi vísu-
helmingur um Gauk Trandilsson:
. . ok geirraddar gladdi
Gaukr Trandilsson liauka
geig vann heldr at hjaldri
hann ófóum manni.
Þetta vísubrot styrkir óneitanlega
vitnisburð Njálu og þá hyggju
manna, að Gaukur hafi verið
hreystimaður. Skal hans hér nú
nokkru nánar getið, m. a. af því,
að svo nauðalítiö er nú kunnugt um
þenna merkilega mann.
í ritgerð sinni, “Tre Orknöiske
runeindskrifter (í Clir. Videnskabs
Selskabs Forhandlinger for 1903,
nr. 10), fjallar Magnus Olsen próf.
í Kristjaníu, um þrjár rúnaristur,
sem fundist hafi í Maeshowe-dys-
inni á Orkneyjum 1861. í þessari
dys hafa fundist margar rúnarist-
ur og hefir þeim verið raðað. Rist-
an nr. XVI hefir verið lesin þann-
ig: mæþ þæire öhse er ati Köukr
trænilsonr fyrir sunan lant, þ. e.:
með þeirri öxi
er átti Gaukr
Trandils sonr
fyrir sunnan land.
En þetta er hvorki lieilt né hálft,
virðist helzt vera vísubotn.
Rafn hefir stungið upp á því, að
setja rúnaristuna nr. XVIII frá
Maeshowe framan við, og Magnus
Olsen hallast að skoðun hans. Hún
er á þessa leið: þisar runar rist sa
maþr er runstr er fyrir uæstan haf.
Þá verður öll vísan þannig, færð
til nútíðarmáls:
Þessar rúnar
reist sá maðr,
er rýnstr er
fyrir vestan liaf,
með þeirri öxi,
er átti Gaukr
Trandils sonr
fyrir sunnan land.