Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 51

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 51
FRÁ ÞJÓRSÁRDAL 49 M^agnus Olsen bendir á braglík- ingar í þessum vísuhelmingum og orðatiltækin fyrir vestan haf og fyrir sunnan land, er styrkja það, að vísurnar eigi saman. Vafalaust er þarna átt við Gauk úr Þjórsár- dal. — Annars kemur fræðimönn- um ekki saman um, hvernig á rist- um þessum standi. Munch hygg- ur að einliver ættingi Gauks kunni að hafa rist rúnirnar. Má í því sambandi geta þess, að Landnáma telur afa Gauks, Þorbjörn laxa- karl, hafa mægst við Orkneyinga. Hann var kvæntur dóttur Stein- ólfs, Ölves sonar barnakarls. En Magnus Olsen bendir á, að liljóð- tákn Maeshowe-ristanna séu mjög sérkennileg og hljóti þær því að vera óskyldar öðrum ristum. Því muni þær ristar af eyjarskeggja; bendir meðal annars á, að ef træn- ils sé rétt lesið, sé næsta óhugs- andi, að íslendingur hafi rist það í stað Trandils. Orðatiltækið, er rýnstur er fyrir vestan haf, styrk- ir þessa tilgátu. Skyldi Gaukur hafa átt son í Orkneyjum eða ætt- ingja, er mintist hans með rúnum þessum? Annars fræðir þessi merkilegi rúnafundur oss eiginlega ekkert um Gauk, að öðru leyti en því, að hann styrkir það, að Gauk- ur hafi búið í Þjórsárdal. Loks skal þess getið, að lialdið er, að Gaukur hafi verið veginn við Gaukshöfða. Þar virðist mjög vel fallið til fyrir- sáts. Undan bakka einum fram við höfðann liafa blásið upp manns- bein og spjótsoddur. Sumir telja þetta bein Gauks. Br. J. kveður þau hafa verið í stærra lagi, en mörg hafi vantað, er hann huldi þau 1856; þá var hauskúpan brotin í tvent. Seinna var beina þessara leitað (1880), en fanst ekkert. Haldið er að gil þar hjá hafi skol- að þeim burt,t sbr. Árb. bls. 38—9. Það er eigi furðulegt, þótt ýms- ar munnmælasagnir hafi gengið um Þjórsárdal, þar sem svo fátt finst áreiðanlegra sagna um þetta merkilega hérað. Hér skulu nokkr- ar taldar, auk þeirra, sem áður er getið, en að öðru leyti vitnað til ritg. Br. J. í Árb. Sagt er, að hinn þriðja vetur, er Þorbjörn laxakarl dvaldi í Gnúp- verjahreppi, yrði hann bjargarlaus fyrir sauði sína. Réð hann þá af að reka þá til fjalls. Suðaustan í Hagafjalli framarlega, fann liann auða jörð og kallaði Líknarbrekk- ur, af því, að það varð sauðum hans til líknar. Sást þar þá livergi steinn nema gnýpa ein efst í brekk- unni, hana kallaði hann Líkný (eða Líkn-ný), og heitir hún það enn í dag, en brekkurnar eru nefnd- ar Líknýarbrekkur. Munnmælin segja ennfremur, að Þorbjörn færði þangað bú sitt um vorið og kallaði bæ sinn Haga. Á flötunum undir brekkum þessum, beint niður af Líkný, getur Br. J. um rúst, er hann hyggur að kunni að vera af bæ Þor- björns. Sögn ein telur gnýpuna Líkný vera skessu, ef til vill vernd- arvætt dalsins, sem hafi orðið að steini, þá er hún vildi draga fjailið fram að Þjórsá og lykja þann veg leiðina inn í dalinn. Þá er til sögn um, að Þórunni smalastúlku á einhverjum bæ í Þjórsárdal dreymdi mann, er sagði henni að fara fram í sveit “í dag”, éf hún vildi lífi halda. Morguninn eftir fékk hún fararleyfi í kynnis- för og reiðskjóta einn, er húsbóndi hennar átti, mátti hún taka, ef hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.