Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 51
FRÁ ÞJÓRSÁRDAL
49
M^agnus Olsen bendir á braglík-
ingar í þessum vísuhelmingum og
orðatiltækin fyrir vestan haf og
fyrir sunnan land, er styrkja það,
að vísurnar eigi saman. Vafalaust
er þarna átt við Gauk úr Þjórsár-
dal. — Annars kemur fræðimönn-
um ekki saman um, hvernig á rist-
um þessum standi. Munch hygg-
ur að einliver ættingi Gauks kunni
að hafa rist rúnirnar. Má í því
sambandi geta þess, að Landnáma
telur afa Gauks, Þorbjörn laxa-
karl, hafa mægst við Orkneyinga.
Hann var kvæntur dóttur Stein-
ólfs, Ölves sonar barnakarls. En
Magnus Olsen bendir á, að liljóð-
tákn Maeshowe-ristanna séu mjög
sérkennileg og hljóti þær því að
vera óskyldar öðrum ristum. Því
muni þær ristar af eyjarskeggja;
bendir meðal annars á, að ef træn-
ils sé rétt lesið, sé næsta óhugs-
andi, að íslendingur hafi rist það í
stað Trandils. Orðatiltækið, er
rýnstur er fyrir vestan haf, styrk-
ir þessa tilgátu. Skyldi Gaukur
hafa átt son í Orkneyjum eða ætt-
ingja, er mintist hans með rúnum
þessum? Annars fræðir þessi
merkilegi rúnafundur oss eiginlega
ekkert um Gauk, að öðru leyti en
því, að hann styrkir það, að Gauk-
ur hafi búið í Þjórsárdal. Loks skal
þess getið, að lialdið er, að Gaukur
hafi verið veginn við Gaukshöfða.
Þar virðist mjög vel fallið til fyrir-
sáts. Undan bakka einum fram við
höfðann liafa blásið upp manns-
bein og spjótsoddur. Sumir telja
þetta bein Gauks. Br. J. kveður
þau hafa verið í stærra lagi, en
mörg hafi vantað, er hann huldi
þau 1856; þá var hauskúpan brotin
í tvent. Seinna var beina þessara
leitað (1880), en fanst ekkert.
Haldið er að gil þar hjá hafi skol-
að þeim burt,t sbr. Árb. bls. 38—9.
Það er eigi furðulegt, þótt ýms-
ar munnmælasagnir hafi gengið
um Þjórsárdal, þar sem svo fátt
finst áreiðanlegra sagna um þetta
merkilega hérað. Hér skulu nokkr-
ar taldar, auk þeirra, sem áður er
getið, en að öðru leyti vitnað til
ritg. Br. J. í Árb.
Sagt er, að hinn þriðja vetur, er
Þorbjörn laxakarl dvaldi í Gnúp-
verjahreppi, yrði hann bjargarlaus
fyrir sauði sína. Réð hann þá af
að reka þá til fjalls. Suðaustan í
Hagafjalli framarlega, fann liann
auða jörð og kallaði Líknarbrekk-
ur, af því, að það varð sauðum hans
til líknar. Sást þar þá livergi
steinn nema gnýpa ein efst í brekk-
unni, hana kallaði hann Líkný
(eða Líkn-ný), og heitir hún það
enn í dag, en brekkurnar eru nefnd-
ar Líknýarbrekkur. Munnmælin
segja ennfremur, að Þorbjörn færði
þangað bú sitt um vorið og kallaði
bæ sinn Haga. Á flötunum undir
brekkum þessum, beint niður af
Líkný, getur Br. J. um rúst, er hann
hyggur að kunni að vera af bæ Þor-
björns. Sögn ein telur gnýpuna
Líkný vera skessu, ef til vill vernd-
arvætt dalsins, sem hafi orðið að
steini, þá er hún vildi draga fjailið
fram að Þjórsá og lykja þann veg
leiðina inn í dalinn.
Þá er til sögn um, að Þórunni
smalastúlku á einhverjum bæ í
Þjórsárdal dreymdi mann, er sagði
henni að fara fram í sveit “í dag”,
éf hún vildi lífi halda. Morguninn
eftir fékk hún fararleyfi í kynnis-
för og reiðskjóta einn, er húsbóndi
hennar átti, mátti hún taka, ef hún