Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 54
52 TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ISLENDINGA sem sögur fara af, er árið 1341. Þess geta gamlar heimildir, svo sem: Skálholts-annálinn hinn forni, annálsbrot frá Skálholti, sem nær yfir árin 1328—72, Lögmanns-ann- áll, Gottskálks-annáll og Plateyjar- annáll. Skulu hér aðeins tilfærð ummæli Lögmanns-annáls; þau eru á þessa leið: “Þá kom upp eldur í Heklufelli með svo miklu sandfalli að fénaður dó af um vor- iö og sauðfé og nautfénaöur; dó mest um Rangárvöllu og eyddi ná- lega 5 hreppa og víðara annars- staðar dó naut manna af sandin- um.” Geta menn kynt sér um- mæli hinna annálanna, ef þá fýs- ir, en óþarft þykir mér að tilfæra þau hér. Allir lýsa þeir gosinu sem hinum ógurlegasta viðburði, og öll- um ber saman um, að það hafi orð- ið 1341. Þorvaldur ætlar, að þetta gos hafi skernt mjög Þjórsárdai, enda er það eigi ólíklegt, að hann hafi hlotið skráveifu, þá er nálega 5 hreppar eyddust. Af Flateyjar- annál má beinlínis ráða, að ösku- mökkinn hafi lagt yfir Þjórsárdal. Þá telur Þorvaldur líklegt, að aska hafi fallið úr Heklu í Þjórsárdal ár- ið 1294. Árið 1300 var og ógurlegt Heklugos, og stóð þá vindur af landsuðri með sandfoki miklu. Síð- ast er þess getið um Þjórsárdal, i' sambandi við eldgos, að Sanda- tungu eyddi við Heklugos árið 1693. Er því sennilegast, að dal- urinn hafi eyðst að miklum mun 1341, en síðari gos hafi svo rekið smiðshöggið á skemdirnar. Það liggur og í augum uppi, að eftir að gróðurinn var kæfður í dalnum, hlaut hann að blása upp ár frá ári fyrir norðanvindum og öðrum veðragangi. III. Jón Egilsson telur, eins og áður er getið, XI bæi hafa eyðst við elds- umbrot í Rauðukömbum (Biskupa- annálar, Safn I. bls. 32—33). Um gildi þessarar heimildar hefir áður verið rætt hér að framan. Porn- leifarannsóknir Br. J. benda til þess, að í Þjórsárdal hafi verið mikil bygð. í skrá aftan við ritgerð sína í Árb. telur hann alls 25 nöfn á rústum og bæjum, sem hann hef- ir getað markað ákveðna staði á uppdrætti sínum yfir dalinn, en vafi leikur á um þrjá bæi, er sagn- ir nefna, hvar verið hafi. Hér skal lauslega drepið á nöfn og afstöðu rústanna í Þjórsárdal, en að öðru leyti vitnað til ritgerðar Br. J. Fyrir suðvestan Gaukshöfða, suðaustan undir Hagafjalli, hafa verið tvær rústir. Hin vestri sést enn glögt og kallar Br. J. hana Snjáleifartóftir, eftir einsetukerl- ingu, sem á að hafa búið þar. Raunar hyggur hann, að þetta séu rústirnar af bæ Þorbjörns laxa- karls, sem áður er getið. Á þrepi uppi í brekkunni undir Líkný er og allmikil tóft, er Br. J. getur til, að kunni að vera leifar af bænahúsi Þorbjörns. Hin rústin, vestan Gaukshöfða, er nú hrunin í gil, nafnið eitt lifir. Það er nú haft um hjallann, þar sem bærinn á að hafa staðið. Hann er nefndur Sig- urðarstaðir. Skallakot heitir rúst ein við gil, sem er milli Hagafjalls og Ásólfsstaðafells, gamalt afbýli frá Ásólfsstöðum. í Stórólfshlíð austan í Ásólfsstaðafelli, er allmik- ill skógur. Undir hlíðinni fanst 1873, þegar höggvið var þar rjóð- ur í skóginn, rúst nokkur. Hún stendur á fles, og getur Br. J.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.