Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 54
52
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ISLENDINGA
sem sögur fara af, er árið 1341.
Þess geta gamlar heimildir, svo
sem: Skálholts-annálinn hinn forni,
annálsbrot frá Skálholti, sem nær
yfir árin 1328—72, Lögmanns-ann-
áll, Gottskálks-annáll og Plateyjar-
annáll. Skulu hér aðeins tilfærð
ummæli Lögmanns-annáls; þau
eru á þessa leið: “Þá kom upp
eldur í Heklufelli með svo miklu
sandfalli að fénaður dó af um vor-
iö og sauðfé og nautfénaöur; dó
mest um Rangárvöllu og eyddi ná-
lega 5 hreppa og víðara annars-
staðar dó naut manna af sandin-
um.” Geta menn kynt sér um-
mæli hinna annálanna, ef þá fýs-
ir, en óþarft þykir mér að tilfæra
þau hér. Allir lýsa þeir gosinu sem
hinum ógurlegasta viðburði, og öll-
um ber saman um, að það hafi orð-
ið 1341. Þorvaldur ætlar, að þetta
gos hafi skernt mjög Þjórsárdai,
enda er það eigi ólíklegt, að hann
hafi hlotið skráveifu, þá er nálega
5 hreppar eyddust. Af Flateyjar-
annál má beinlínis ráða, að ösku-
mökkinn hafi lagt yfir Þjórsárdal.
Þá telur Þorvaldur líklegt, að aska
hafi fallið úr Heklu í Þjórsárdal ár-
ið 1294. Árið 1300 var og ógurlegt
Heklugos, og stóð þá vindur af
landsuðri með sandfoki miklu. Síð-
ast er þess getið um Þjórsárdal, i'
sambandi við eldgos, að Sanda-
tungu eyddi við Heklugos árið
1693. Er því sennilegast, að dal-
urinn hafi eyðst að miklum mun
1341, en síðari gos hafi svo rekið
smiðshöggið á skemdirnar. Það
liggur og í augum uppi, að eftir að
gróðurinn var kæfður í dalnum,
hlaut hann að blása upp ár frá ári
fyrir norðanvindum og öðrum
veðragangi.
III.
Jón Egilsson telur, eins og áður
er getið, XI bæi hafa eyðst við elds-
umbrot í Rauðukömbum (Biskupa-
annálar, Safn I. bls. 32—33). Um
gildi þessarar heimildar hefir áður
verið rætt hér að framan. Porn-
leifarannsóknir Br. J. benda til
þess, að í Þjórsárdal hafi verið
mikil bygð. í skrá aftan við ritgerð
sína í Árb. telur hann alls 25 nöfn
á rústum og bæjum, sem hann hef-
ir getað markað ákveðna staði á
uppdrætti sínum yfir dalinn, en
vafi leikur á um þrjá bæi, er sagn-
ir nefna, hvar verið hafi. Hér skal
lauslega drepið á nöfn og afstöðu
rústanna í Þjórsárdal, en að öðru
leyti vitnað til ritgerðar Br. J.
Fyrir suðvestan Gaukshöfða,
suðaustan undir Hagafjalli, hafa
verið tvær rústir. Hin vestri sést
enn glögt og kallar Br. J. hana
Snjáleifartóftir, eftir einsetukerl-
ingu, sem á að hafa búið þar.
Raunar hyggur hann, að þetta séu
rústirnar af bæ Þorbjörns laxa-
karls, sem áður er getið. Á þrepi
uppi í brekkunni undir Líkný er og
allmikil tóft, er Br. J. getur til, að
kunni að vera leifar af bænahúsi
Þorbjörns. Hin rústin, vestan
Gaukshöfða, er nú hrunin í gil,
nafnið eitt lifir. Það er nú haft
um hjallann, þar sem bærinn á að
hafa staðið. Hann er nefndur Sig-
urðarstaðir. Skallakot heitir rúst
ein við gil, sem er milli Hagafjalls
og Ásólfsstaðafells, gamalt afbýli
frá Ásólfsstöðum. í Stórólfshlíð
austan í Ásólfsstaðafelli, er allmik-
ill skógur. Undir hlíðinni fanst
1873, þegar höggvið var þar rjóð-
ur í skóginn, rúst nokkur. Hún
stendur á fles, og getur Br. J.