Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 55

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 55
PRÁ ÞJÓRSÁRDAL 53 þess til, að þar hafi heitið í Stór- ólfshlíð og hafi þetta verið annað býli frá Ásólfsstöðum. Þá má og nefna Karlsstaði undir suðurhorn- inu á Skriðufellsfjalli; virðist það hafa verið afbýli frá Skriðufelli. Sér þar aðeins fyrir lítilli túngirð- ingu. Þessar bæjarleifar allar eru í vesturhluta Þjórsárdals, þar sem enn er bygð. Inni í sjálfum eyði- dalnum, austan Skriðufellsfjalls, eru þessar rústir: Áslákstungur innri og fremri, sú fyrnefnda sunn- an undir Áslákstungufjalli, hin litlu innar undir suöausturhlíð fjallsins. Á báðum þessum stöðum eru mjög glöggar bæjarleifar. í brekku þeirri, sem kölluð er Fagriskógur, og áður er getið, eru ógreinilegar rústarleifar, aðeins steindreif í moldarflagi. í Grjótárkróknum er bæjarrúst sunnan í melöldu, en sundurgrafin í aurrensli. Telur Br. J., að þessir fjórir síðasttöldu bæir hafi átt sameiginlega landeign og hafi Áslákstunga innri verið að- albólið. Sitt hvoru megin Beigálfs- staðaár, sem hefir upptök sín milli Heljarkinnar og Fossöldu og fell- ur suður í Sandá, eru rústir. Hin vestri, Lambhöfðarústin, er á mold- arfles niður undan Lambhöfða. Þar hefir fundist lítið járnstykki, og var haft til srníða, en eitthvað smá- vegis, er síðar hefir fundist þar, mun vera komið á Þjóðminjasafn- ið. Rústin austan árinnar, Berg- álfsstaðir, stendur á grjótmel. Helztu híbýlaleifar þar eru nokkrir steinar og lítill moldarbingur. Lík- legt þykir, að hér hafi verið bær sá, er Jón Egilsson nefnir Beighals- staði. Skamt þaðan fanst all- fornfálegt sverð, nokkru fyrir 1880 og var gefið Þjóðminjasafninu, (sbr. annars um þessa bæi Árb., bls. 49). Suður af Rauðukömbum er Reykholt, dálítið fell algerlega sérstakt og gengur næstum fram í miðjan Þjórsárdal. Sunnan í fellinu er allmikið af aðfluttu hraungrýti í breiðu. Br. J. hygg- ur, að hér hafi verið bærinn Reyk- holt, er munnmæli geta. Þá er talið, að rúst ein inni í Fossárdaln- um (insta hluta Þjórsárdals) hafi verið heitin eftir þeim dal. Undir suðvesturhlið Stangarfjalls eru rústir á tveim stöðum. Hin eystri er mjög sandorpin; þar fanst nokkru fyrir 1880 fleinn eða nagli, og mun hann nú vera á Þjóðminja- safninu. Br. J. hyggur þetta helzt vera rústir af Lóþrælum, er hafi verið afbýli frá Stöng. Stangar hefir áður verið getið í sambandi við Gauk Trandilsson. Rústirnar af bæ þessum hafa verið sunnan undir Stangarfjalli. Þar er nú grasi gróinn hryggur, hér um bil 60 álna langur, þar sem sjálfur bær- inn hefir staðið. Fjósrústin sést í flagi á bak við, og eru þar allfer- legar báshellur. Túnbrekkan er vaxin grasi og berjalyngi og blasir við austan af ferðamannaleiðinni, þegar riðið er inn dalinn. Þar sem Þjórsárdalur breikkar, milli Stang- arfjalls og Skeljafells, er talið að verið hafi bær, sem héti Hólar, sbr. nöfnin Hólaskógur, Hólaklif, sem ennþá lifa. Þar rennur nú Rauðá, sem bærinn á að hafa stað- ið. Steinastaða hefir áður verið getið. Rústir af bæ þessum eru sunnan í Steinastaðaholti, Skelja- fellsmegin við Rauðá, en skamt fyrir norðan þjóðleiðina. Haldið er, að bærinn hafi upprunalega heitið Steinólfsstaðir, og á þá að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.