Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 55
PRÁ ÞJÓRSÁRDAL
53
þess til, að þar hafi heitið í Stór-
ólfshlíð og hafi þetta verið annað
býli frá Ásólfsstöðum. Þá má og
nefna Karlsstaði undir suðurhorn-
inu á Skriðufellsfjalli; virðist það
hafa verið afbýli frá Skriðufelli.
Sér þar aðeins fyrir lítilli túngirð-
ingu. Þessar bæjarleifar allar eru
í vesturhluta Þjórsárdals, þar sem
enn er bygð. Inni í sjálfum eyði-
dalnum, austan Skriðufellsfjalls,
eru þessar rústir: Áslákstungur
innri og fremri, sú fyrnefnda sunn-
an undir Áslákstungufjalli, hin litlu
innar undir suöausturhlíð fjallsins.
Á báðum þessum stöðum eru mjög
glöggar bæjarleifar. í brekku
þeirri, sem kölluð er Fagriskógur,
og áður er getið, eru ógreinilegar
rústarleifar, aðeins steindreif í
moldarflagi. í Grjótárkróknum er
bæjarrúst sunnan í melöldu, en
sundurgrafin í aurrensli. Telur
Br. J., að þessir fjórir síðasttöldu
bæir hafi átt sameiginlega landeign
og hafi Áslákstunga innri verið að-
albólið. Sitt hvoru megin Beigálfs-
staðaár, sem hefir upptök sín milli
Heljarkinnar og Fossöldu og fell-
ur suður í Sandá, eru rústir. Hin
vestri, Lambhöfðarústin, er á mold-
arfles niður undan Lambhöfða. Þar
hefir fundist lítið járnstykki, og
var haft til srníða, en eitthvað smá-
vegis, er síðar hefir fundist þar,
mun vera komið á Þjóðminjasafn-
ið. Rústin austan árinnar, Berg-
álfsstaðir, stendur á grjótmel.
Helztu híbýlaleifar þar eru nokkrir
steinar og lítill moldarbingur. Lík-
legt þykir, að hér hafi verið bær sá,
er Jón Egilsson nefnir Beighals-
staði. Skamt þaðan fanst all-
fornfálegt sverð, nokkru fyrir 1880
og var gefið Þjóðminjasafninu,
(sbr. annars um þessa bæi Árb.,
bls. 49). Suður af Rauðukömbum
er Reykholt, dálítið fell algerlega
sérstakt og gengur næstum fram
í miðjan Þjórsárdal. Sunnan í
fellinu er allmikið af aðfluttu
hraungrýti í breiðu. Br. J. hygg-
ur, að hér hafi verið bærinn Reyk-
holt, er munnmæli geta. Þá er
talið, að rúst ein inni í Fossárdaln-
um (insta hluta Þjórsárdals) hafi
verið heitin eftir þeim dal. Undir
suðvesturhlið Stangarfjalls eru
rústir á tveim stöðum. Hin eystri
er mjög sandorpin; þar fanst
nokkru fyrir 1880 fleinn eða nagli,
og mun hann nú vera á Þjóðminja-
safninu. Br. J. hyggur þetta helzt
vera rústir af Lóþrælum, er hafi
verið afbýli frá Stöng. Stangar
hefir áður verið getið í sambandi
við Gauk Trandilsson. Rústirnar
af bæ þessum hafa verið sunnan
undir Stangarfjalli. Þar er nú grasi
gróinn hryggur, hér um bil 60
álna langur, þar sem sjálfur bær-
inn hefir staðið. Fjósrústin sést í
flagi á bak við, og eru þar allfer-
legar báshellur. Túnbrekkan er
vaxin grasi og berjalyngi og blasir
við austan af ferðamannaleiðinni,
þegar riðið er inn dalinn. Þar sem
Þjórsárdalur breikkar, milli Stang-
arfjalls og Skeljafells, er talið að
verið hafi bær, sem héti Hólar,
sbr. nöfnin Hólaskógur, Hólaklif,
sem ennþá lifa. Þar rennur nú
Rauðá, sem bærinn á að hafa stað-
ið. Steinastaða hefir áður verið
getið. Rústir af bæ þessum eru
sunnan í Steinastaðaholti, Skelja-
fellsmegin við Rauðá, en skamt
fyrir norðan þjóðleiðina. Haldið
er, að bærinn hafi upprunalega
heitið Steinólfsstaðir, og á þá að