Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 61

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 61
MajÓT Sig|ti.riiiey8 Eftir J. Magníis Bjarna.son. Þegar eg var í Vancouver, B. C., kyntist eg sérlega einkennilegum manni, sem hét Jean Sigurney og var majór að nafnbót. Hefir mig lengi langað til að skrifa um hann nokkur orð, en hefi ávalt, fram að þessu, kynokað mér við því, vegna þess að eg hefi óttast að lesarinn myndi álíta það skrök eitt og tóm- an tilbúning, einkurn það atriðið, sem eg álít markverðast og knýr mig til að skrifa þetta. — Að lík- indum hefði eg aldrei ráðist í það, að skrifa neitt um hann, hefði eg ekki fyrir skömmu lesið ritgerð í merku ensku tímariti, þar sem á hann er minst, og nokkur orð eft- ir honum höfð, sem ótvírætt sanna frásögn mína um hann. Majór Sigurney var einkennilegur og merkilegur maður fyrir margra hluta sakir. Hann var meðalmað- ur á vöxt, þráðbeinn, vel limaður, fríður sýnum og prúðmannlegur í framgöngu. Dökkur var hann á brún og brá, og augun tinnu-svört. Hann hafði prýðilegt skegg, mikið og sítt, og í fljótu bragði sýndist það vera kolsvart á lit; en þegar betur var aðgætt, sáust ljós hár í því, hér og hvar, eins og lýsigulls- þræðir á að líta. — Búningur hans var af beztu tegund og fór honum mjög vel. Á höfði hafði hann jafn- an barðabreiðan hatt gráan, sem hallaðist ofurlítið út í annan vang- ann. Og hann sást aldrei á ferð án þess að halda á léttu reyrpriki í hendinni. Hann bauð af sér mjög góðan þokka, og öllum varð vel til hans, sem nokkuð kyntust hon- um. Eg kyntist honum fyrst haustið 1913, og þá var hann kominn um fertugt. Eg átti þá heima í húsinu nr. 2075 á Third Avenue East í Grandview í Vancouverborg; en hann bjó í þriðja húsi þar fyrir austan. Þegar eg fór til vinnunn- ar á morgnana, þá varð hann mér oft samferða. En fyrst framan af talaði hann lítið við mig, nema þá lielzt um veðrið, sem honum fanst ætíð vera gott og yndislegt, jafnvel þegar regnið dundi úr loftinu eða kolsvört þoka hvíldi yfir borginni. “Þetta er bága veðráttan,” sagði eg við hann einn morgunn, þegar við gengum ofan Bröttu-brekku í Grandview. Það var seint um haust og hafði verið mjög votviðra- samt í marga daga. “Nei, þetta er nú dýrðlegt veður,” sagði hann. Nokkru síðar var krapahríð, þegar við fórum til vinnunnar. Þá sagði eg við hann, að veðrið værí nú verulega slæmt. “Nei, nei,” sagði hann; “þetta er sannarlegt Paradísar-veður. Og þú værir mér samdóma um það, ef þú vissir, hvernig veðrið er núna norður við heimskautið.” Aldrei vissi eg fyrir víst, thvar hann vann, en hann var þó í þjón- ustu stjórnarinnar að einhverju
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.