Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 61
MajÓT Sig|ti.riiiey8
Eftir J. Magníis Bjarna.son.
Þegar eg var í Vancouver, B. C.,
kyntist eg sérlega einkennilegum
manni, sem hét Jean Sigurney og
var majór að nafnbót. Hefir mig
lengi langað til að skrifa um hann
nokkur orð, en hefi ávalt, fram að
þessu, kynokað mér við því, vegna
þess að eg hefi óttast að lesarinn
myndi álíta það skrök eitt og tóm-
an tilbúning, einkurn það atriðið,
sem eg álít markverðast og knýr
mig til að skrifa þetta. — Að lík-
indum hefði eg aldrei ráðist í það,
að skrifa neitt um hann, hefði eg
ekki fyrir skömmu lesið ritgerð í
merku ensku tímariti, þar sem á
hann er minst, og nokkur orð eft-
ir honum höfð, sem ótvírætt sanna
frásögn mína um hann.
Majór Sigurney var einkennilegur
og merkilegur maður fyrir margra
hluta sakir. Hann var meðalmað-
ur á vöxt, þráðbeinn, vel limaður,
fríður sýnum og prúðmannlegur í
framgöngu. Dökkur var hann á
brún og brá, og augun tinnu-svört.
Hann hafði prýðilegt skegg, mikið
og sítt, og í fljótu bragði sýndist
það vera kolsvart á lit; en þegar
betur var aðgætt, sáust ljós hár í
því, hér og hvar, eins og lýsigulls-
þræðir á að líta. — Búningur hans
var af beztu tegund og fór honum
mjög vel. Á höfði hafði hann jafn-
an barðabreiðan hatt gráan, sem
hallaðist ofurlítið út í annan vang-
ann. Og hann sást aldrei á ferð
án þess að halda á léttu reyrpriki
í hendinni. Hann bauð af sér mjög
góðan þokka, og öllum varð vel
til hans, sem nokkuð kyntust hon-
um.
Eg kyntist honum fyrst haustið
1913, og þá var hann kominn um
fertugt. Eg átti þá heima í húsinu
nr. 2075 á Third Avenue East í
Grandview í Vancouverborg; en
hann bjó í þriðja húsi þar fyrir
austan. Þegar eg fór til vinnunn-
ar á morgnana, þá varð hann mér
oft samferða. En fyrst framan af
talaði hann lítið við mig, nema þá
lielzt um veðrið, sem honum fanst
ætíð vera gott og yndislegt, jafnvel
þegar regnið dundi úr loftinu eða
kolsvört þoka hvíldi yfir borginni.
“Þetta er bága veðráttan,” sagði
eg við hann einn morgunn, þegar
við gengum ofan Bröttu-brekku í
Grandview. Það var seint um
haust og hafði verið mjög votviðra-
samt í marga daga.
“Nei, þetta er nú dýrðlegt veður,”
sagði hann.
Nokkru síðar var krapahríð,
þegar við fórum til vinnunnar. Þá
sagði eg við hann, að veðrið værí
nú verulega slæmt.
“Nei, nei,” sagði hann; “þetta
er sannarlegt Paradísar-veður. Og
þú værir mér samdóma um það, ef
þú vissir, hvernig veðrið er núna
norður við heimskautið.”
Aldrei vissi eg fyrir víst, thvar
hann vann, en hann var þó í þjón-
ustu stjórnarinnar að einhverju