Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 64
<32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA þetta er íslendingurinn, seni eg sagði þér frá í gær,” sagði hann við konuna, og nefndi nafn mitt um leið. Hún hneigði sig mjög liæversk- lega. “Vertu velkominn,” sagði hún við mig. “Þeir, sem eru vinir bróður míns, eru líka vinir mínir.” Við gengum svo öll inn í fallega stofu, og sá eg undireins og þang- að kom, að hér átti listamaðjur heima; því að í herbergi þessu voru ótal meistaraleg málverk — sum uýmáluð og sum enn á trönunum, og ekki hálf-gerð — og listamað- urinn, sem þarna átti heima, var hin yndisfríða og höfðinglega syst- ir majórsins. Hún hafði hrafnsvart hár, mikið og vel til haft, en hálsinn var svanhvítur, og augun stór, tinnudökk og gáfuleg. Pramkoma hennar var mjög viðkunnanleg, og hún var glaðleg og alúðleg í við- móti; en sarnt var eins og einhverj- um einkennilegum þunglyndisblæ brigði fyrir á enni hennar við og við. “Allar þessar myndir hefir hún Jacinta systir mín málað,” sagði majór Sigurney og benti á mynd- irnar. “Eru þær ekki veruleg meist- araverk?” “Eg skal segja þér dálítið,” sagði Jacinta við mig, áður en eg gat svarað bróður hennar, “það er tvent, sem eg vildi vera laus við: •og það eru hróssyrði bróður míns og skírnarnafn mitt, því eg á hvor- ugt skilið. Pyrst og fremst hafa myndirnar, sem eg mála, á sér við- vaningsblæ; og hvað nafninu mínu viðvíkur, þá er eg altof ófríð til þess að geta verið nafna rósarinn- ar í Alhambra.” “Hvað vildirðu þá heldur heita?” sagði eg. “Eg hefði heldur átt að heita Mary Lamb,” sagði hún; “og hann bróðir minn hefði átt að heita Charles Lanfb.” — Það kom und- arlegur glampi í fallegu augun hennar, þegar hún sagði það. “Sleppum því alveg,” sagði bróð- ir hennar, og það var eins og ofur- lítið fát kæmi á hann. “En þarna er myndin, sem mig langaði svo mjög til að þú sæir.” Og hann benti á stóra nýmálaða mynd. Eg horfði á myndina litla stund. Hún var af ljóshærðum og höfð- inglegum miðaldra manni í ein- kennisbúningi. Og hún var sérlega vel máluð. “Er ekki svipurinn norrænn?” sagði majórinn. “Jú,” sagði eg. “Þetta gæti ver- ið mynd af Norðmanni, Svía, eða jafnvel íslendingi.” “Þetta er mynd föður míns,” sagði majórinn, “og hún er ná- kvæmjega lík honum. Systir mín málaði myndina eftir minni, og var hún þó ekki nema tólf ára gömul, þegar hún sá hann síðast.” “Var faðir þinn af norrænum ættum?” spurði eg, og veitti nú myndinni nánari gætur en áður. “Eg skal segja þér stutta sögu,” sagði majór Sigurney, “og getur þú þá sjálfur dæmt um, af hvaða bergi hann hefir verið brotinn. — Þú munt hafa lesið um Karl hinn tólfta Svíakonung?” “Já, eg hefi lesið ýmislegt um hann,” sagði eg. “Vel og gott,” sagði majórinn. “Það var eftir orustuna mann- skæðu við Púltava, að Karl hinn tólfti hröklaðist suður á Tyrkland.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.