Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 68
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sem var frábærlega vel að sér í
fornbókmentum íslenzkum, hafði
lesið margt og mundi þaö vel. Þetta
var svo um mikinn bluta eldra
fólksins. Margt af því hafði alist
upp um aldamótin 1800 og enga
mentun fengið', utan þessa litlu
sjálfsmentun. En það hafði lagt
undursamlega rækt við sig og
unni veruleikanum öllu meir, en
mér hefir stundum virzt að afkom-
endurnir gera.
Um og eftir miðja 19. öldina er
vert að minnast, að sama sem eng-
ir skólar voru í landinu, nema lat-
ínuskólinn, barnaskólinn í Reykja-
vík og tveir eða þrír við strendur
landsins. Aðrir fræðsluskólar ekki
nema lieimaskólar, og mun eg síð-
ar minnast þeirra. En andstæð-
urnar voru fleiri, svo sem hóka-
skortur, ltensluviðleitni lítil og ó-
fimleg á heimilunum, og umfram
alt, tímanum var þá álitið betur
varið tii annars en að sökkva sér
niður í bóklestur. Það voru fleiri
þá en Ingveldur gamla, sem létu
þess getið, að “bókvitið yrði ekki
í askana látið”. Þetta kæfði niður
neistann, sem leyndist hjá ung-
lingunum, þrána til að lesa, til að
vita meira. Þrátt fyrir alt þetta
ætla eg þó, að flest fólk hafi lært
á heimilunum að lesa, og notið
kristindómsuppfræðslu. í sam-
bandi við þetta andæfi eg þeim um-
mælum, að mikill hluti fólksins
væri ólesandi; hitt mun sönnu nær,
að nokkrir væru illa lesandi, og
var það sízt að undra. Eg held, aö
á þeim árum hafi það alment veriö
áhugamál foreldra, húsbænda og
vandamanna, að börnin lærðu að
lesa, og fengju þekkingu á þvi
sanna og góða; en að þetta hafi
tekist ákjósanlega alstaðar, ætla
eg ekki að fullyrða. En víst var
um það, að mér virtist þessi litla
og takmarkaða kensla bera oft
mikla og góða ávexti hjáJ uppvax-
andi kynslóðinni. Lotningin fyrir
því sanna og góða efldi siögæði og
stefnufestu. Þeir eldri gerðu ekki
svo lítið til þess að hlúa að þess-
um andlega nýgræðingi, með á-
minningum og góðu fyrirdæmi í
daglega lífinu. Rótfestist því og
æfðist þetta litla, sem numið var, í
hugum og líferni unga fólksins.
Það er mér enn minnisstætt, hve
rækilega var gætt þeirrar reglu, að
lesa húslestrana daglega, og geng-
ið ríkt eftir, að alt heimilisfólkið
lilýddi til; og svo vissi eg víða
gengið ríkt eftir, ef úr féll einn
lestrardagur um föstutímann, að
þá var sjálfsagt næsta dag að
syngja tvo sálmana, til þess að
missa engan. Þetta var regla hjá
föður mínum, og á mörgum öðr-
um heimilum. Til dæmis var eg
einu sinni næturgestur á bæ norð-
ur í Skagafirði. Þar bjuggu öldruð
hjón með þremur fulltíða börnum
sínum. Að loknum morgunverði
segir móðirin: “Nú væri bezt, Þor-
grímur minn, að lesa strax, svo
það farist nú ekki fyrir, eins og í
gærdag.” Þá segir faðirinn: “Þið
verðið að syngja tvo sálmana nú,
það má ekki missast neinn þeirra.”
Þessu var hlýtt mótmælalaust, og
enn er mér minnisstætt, hve vel og
yndislega þau lög voru sungin.
Það var heldur ekki sjaldgæft, að
unglingarnir þá mintu á að fara
aö lesa. Eg hlakkaði til æfinlega,
þegar faðir minn tók bækurnar og
sagði: “Við skulum nú fara að
lesa”. Eg var um þetta engu hugs-