Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 69
ALÞÝÐUMENTUN Á ÍSLANDI
67
nnarsamari en margir aðrir ung-
lingar, og er ekki að þykjast af
því; en það var í mér ósjálfráð þrá
og yndisleikí að heyra lesið og
sungið; enda var faðir minn livort-
tveggja: góður lesari og söngmað-
ur.
Það er áður tekið fram, að um
miðja 19. öldina voru sama sem
engir barnaskólar á íslandi. Þeir
sem um lærdóm þurftu að annast
fyrir unglinga, urðu að sjá um það
heima hjá sér eins og þeir höfðu
föng til. Á mínum ungdómsárum
held eg víst, að nokkuð alment
hafi það verið áhugamál foreldra
húsbænda og vandamanna, aö
börnin lærðu að lesa og kristin
fræði. Um fjölbreytta mentun var
þá ekki að ræða, svo sem skrift.
reikning, réttritun, með fleiru.
Samt heyrði eg getið um einn unj-
ferðakennara ij Skagafirði"), sem
kendi á einstöku heimilum, sem
þá voru fyrirmyndar- og menning-
arstaðir; en þau voru fá. Á flest-
um held eg að hafi verið byrjað að
kenna börnum þriggja til fjögra
ára utan bókar: signinguna, faðir
vor, blessanina og svo bænir og
vers, sem þóttu við eiga morgna og
ltvöld. Vanalega gerðu foreldr-
arnir þetta, einkum móðirin; en það
var eigi ósjaldan, að vinnukonum
Sigvaldi skáldi Jónsson var umfería-
kennari á þessum árum í Skagafir15i. Rit-
aói hann snildar fagra hönd. Kendi hann
mörgum unglingum aö skrifa. Sigvaldi
er fæddur 29. okt. 1814, á Gvendarstööum
í Gönguskörtíum; dó 13. jan. 1879. Hann
naut lítiliar uppfræBslu í æsku, sem þessi
vísa lians bendir til:
Aó enginn skyldi menta mig
mér þati stórum svíöur;
en þekkja gu15 og sjálfan sig
samt á mestu ríóur.
var falið þetta, og gafst tíðum
furðu vel. Þessum lærdómi voru
börnin látin halda við, kvölds og
morgna, fram á fermingaraldur.
Að minsta kosti varð eg að standa
reikningsskap á honum, og mörg
fleiri, til þess tíma. Þá um sama
leyti mun liafa verið byrjað að
kenna að þekkja stafina, og var sú
kensla ærið ófullkomin. Þá var
engin skilgreining kend á hljóð-
stöfum, aðeins kendir hörðu staf-
irnir á, í, ú o. s. frv.; ekki lint d (ð)
og ekki au, ei, ey. Lestrarkenslan
var lítil og röng, og oft ekki meira
en að kveða að tveggja eða þriggja
stafa orði. Það var óskiljanlegt,
hvernig unglingarnir komust nið-
ur í að lesa, og fjöldi þeirra urðu
góðir lesarar. Þetta, eins og fleira,
bar vott um, live námshæfileikarn-
ir voru samgrónir eðli íslenzku
þjóðarinnar. Af 179 unglingum,
sem eg reyndi að kenna, voru að-
eins þrjú, sem ekki höfðu hæfileika.
til að læra neitt bóklegt. Víðast
mun hafa verið farið að kenna
börnum kristin fræði sex til átta
ára gömlum; en misjafnt ætla ee
að það hafi gengið, og þeirri
fræðslu ofmjög ábótavant. Fæstir
kunnu þá að kenna, höfðu litla
hugmyna um, hvað útheimtist til
þess. Eg hafði litla hugmynd um
kensluaðferðir, og svo ætla eg
flesta hafa verið; og allar aðstæð-
ur fráhrindandi.
Þegar kom fram á 1870 tók þetta
nokkrum umbótum. Þá fjölgaði
umferðakennurum, sem þá höfðu
kenslustaði þar sem húsnæði og
önnur skilyrði voru helzt fyrir
hendi. Voru þá oft teknir ungling-
ar af næstu bæjum, ef húsrúm var
til, en það var ekki mjög víða, t.
Ritstj.