Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 71
ALÞÝÐUMENTUN Á ÍSLANDI
69
með sjö vikna föstu og voru spurð
fram á vorið. Einstöku prestar
tóku fermingarbörnin heim til sín
eina viku á undan fermingunni, til
frekari undirbúnings; t. d. séra
Hjörleifur prófastur Einarsson á
Undirfelli, sem var mjög skyldu-
rækinn og lét sér einkar hugar-
lialdiö um barnauppfræðsluna.
Eg held nú ekki, að bókfræðsla
og lærdómur á unglingum á heim-
ilum, um miðja öldina til 1860, hafi
meðal alþýðu gripið yfir mikið
meira, en það sem minst hefir ver-
ið á hér að framan. Undantekning-
ar kunna að hafa verið til, en alt of
fáar. Ef einstöku unglingar náðu
meiri snefil af mentun, t. d. að
skrifa og reikna, ætla eg að þeir
hafi fengið það af snöpum einum.
Á uppvaxtarárum mínum voru
bækur til lærdóms og þekkingar
á sviði guðfræðinnar ekki mjög
margar, og fæstar vel fræðandi.
Biblían held eg að hafi verið á
flestum heimilum, þó eigi öllum,
og Nýja testamentið nálega á öll-
um. Þær biblíuútgáfur, sem eg
kyntist, voru Viðeyjar útgáfan
(1841) og Reykjavíkur útgáfan
(1859). Báðar voru þær vel út
gefnar. Helgidaga lestrarbók Víd-
alíns var þá lesin nálega af allri
alþýðu. Mun hún hafa verið not-
uð á flestum heimilum fram á 1860.
Eldra fólkið unni henni, sem verð-
ugt var, og snild var að heyra
margt af eldri mönnunum flytja
húslestra á hana. Hjá þeim kendi
þá ekki lestrar vankunnáttu. Þá
voru Sturms-hugvekjur (IV. útg.
Viðeyjarkl. 1838) dagleg kvöld-
lestrarbók, að mig minnir frá vetur-
nóttum til hvítasunnu. Voru þær
stílstirðar og þur andleg fæða. Um
föstutímann voru víðast lesnar
Vigfúsar-hugvekjur (Khöfn 1833),
eða “Píslarþankar” (III. útg., Vkl.
1835), er einnig voru brúkaðir
Þá voru einnig “Prédikanir”á mið-
vikudögum um föstutímann, eftir
Jón Espólín (Vkl. 1839), er notaðar
voru á stöku heimilum. Þá voru
“Sjö hugvekjur”, út af sjö orðurn
Krists á krossinum, eftir Jón bisk-
up Vídalín (Hól. 1716; síðast Khöfn
1832). Lásu þær nokkrir vik-
una fyrir páska. Þá voru Missera-
skifta hugvekjur (eftir G. Högna-
son; 1783) sem brúkaðar voru á
sumum heimilum, þá fjóra daga
árstáðaskiftanna. Sumir notuðu
einnig í þá daga hugvekjur séra
Einars Sæmundsens í Stafholti
(1873), sem voru mjög vel samdar.
Þremur bænabókum man eg eft-
ir: Jónsbænum, Bjarnabænum
(Rvík 1846) og Þórðarbænmm, sem
notaðar voru á eftir húslestrum.
Um það leyti, sem eg man fyrst
eftir, var hin ágæta guðræknisbók,
“Hugleiðingar Mynsters” (prentuð
í Kliöfn 1839), á stöku heimilum;
en svo mikið sem sú bók hafði af
andlegu verðmæti, held eg hana
lítið hafa verið notaða. Þó vissi
eg til, að einstöku menn völdu úr
henni hugleiðingar eður kafla til
liúslestrar, einkum á helgidögum.
En víst var um það, að hún náði
aldrei þeirri viðurkenningu né út-
breiðslu meðal alþýðunnar, sem
hún verðskuldaði. Einn sóknar-
prest. minn — séra Markús Gísla-
son (á Bergstöðum 1866—70, dó
1890)—heyrði eg segja hana oflítið
bagnýtta; hún væri hinn bezti
leiðarvísir til að skilja hin háleit-
ustu atriði trúarinnar.
Hin fyrsta messusöngsbók, er eg