Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 75

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 75
ALÞÝÐUMENTUN Á ÍSLANDI 73 sem eg hafði kynni af. Þær voru eftirlætisbækur alþýðunnar og mik- ið lesnar, einkum sú fyrri. Þriðja skáldsagan, sem eg man eftir snemma á aldursárum mínum, var “Aðalsteinn”, samin af séra Páli Sigurðssyni, síðast í Gaulverjabæ (Ak. 1877). Hún þótti vel samin og var mikið lesin meðal alþýð- unnar. Af ljóðabókum var ekki mikið. Eftir þessum man eg: Ljóðabók Jóns Thoroddsen (Khöfn 1871); Ljóðabók Sveinbjarnar Egilssonar (Rvík 1855—56); ljóðabók séra, Jóns Þorlákssonar (Khöfn 1842—- 43); ljóðabók Kristjáns Jónssonar (Rvík 1872); “Smámunum” Sig- urðar Breiðfjörðs (3 útg., Khöfn 1836, Vkl. 1839, Rv. 1862); “Njólu” Björns Gunnlögssonar (Vkl. 1842, Rv. 1853) og “Varabálk” Sigurðar Guðmundssonar á Heiði (Ak. 1872). En fleiri geta þær hafa ver- ið, en eru þá týndar úr minni rnínu. Þá var ljóðasafnið “Snót” (3 útg., Khöfn 1850, Rvík 1865, Ak. 1877) allstór bók. — Hún var eftirlætis- bók allra; einkum yngra fólkið unni henni af alhug, enda var dregið til hennar af fjöllum ofan og fjörðum utan, þjóðsöngvar og annað það bezta úr íslenzkum þá- tíðar skáldskap. Þá hefi eg enn ekki getið einn- ar bókar; en það eru “Kvöldvök- urnar” (2 útg., Lg. 1796, Rvík 1848), sem fyrri hluta 19. aldar og lengur var ein af eftirlætisbók- um alþýðunnar, en smám saman hurfu þær, svo eg aðeins sá örmul eítir af þeim. Á æskuárum mínurn voru meðal alþýðu reikningsbækur í almenn- um reikningi einkum tvær: “Al- gebra” (eftir Ólaf stiptamtmann Stephensen; Khöfn 1785), sem eldri mennirnir héldu mikið af, og Reikningsbók Jóns ritstjóra Guð- mundssonar (1841). Hana þekti eg, lærði hana, og kendi eftir henni fyrstu árin. Um 1869, eða litlu síð- ar, kom út á prent Reikningsbók í tveimur pörturn, samin af séra Ei- ríki Briem prestaskólakennara; fyrri partur upp að öfugri þríliðu; annar partur, öfug þríliða og þrí- liða, í hverri mynd sem var, bók- stafareikningur, líkingar og sam- jöfnuður, flatarmál og teningsmál, með fleiru. Þessar reikningsbæk- ur voru vel samdar, sem vænta mátti, ljóst ritaðar og útskýringar víðast auðskildar, þó fremur orð- fáar. Þær voru nothæfar alþýðu- bækur og einnig hentugar ung- linga- og alþýðuskólabækur; gott að kenna eftir þeim. Einn þáttur bókmentanna á 18. öld og fram á síðari hluta 19. aldar var rímnaskáldskapurinn. Á þeim tímum voru þær í miklu afhaldi meðal alþýðunnar, og um hönd hafðar á flestum heimilum. Eg þekti fjölda af rímnaflokkum, sum- um skrifuðum. Myndi eg geta tal- ið alt að 20, þó eg geri það ekki. Má vera að ýmsum finnist smátt um, að eg tel þær til íslenzkra al- þýðubókmenta; en þó er það svo, að rímnaskáldskapurínn hefir bók- mentalegt gildi, ekki síður en sagn- ir í óbundnu máli, enda skyldleik- inn auðséður Á áhrif afnota þeirra mun eg minnast síðar. Eftir 1860 til 1880 bættist ekki mikið við bókaforðann, sem áður var. Árið 1878 komu á prent “Steinafræði” og “Jarðfræði”. Voru þær samdar af Benedikt Gröndal.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.