Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 75
ALÞÝÐUMENTUN Á ÍSLANDI
73
sem eg hafði kynni af. Þær voru
eftirlætisbækur alþýðunnar og mik-
ið lesnar, einkum sú fyrri. Þriðja
skáldsagan, sem eg man eftir
snemma á aldursárum mínum, var
“Aðalsteinn”, samin af séra Páli
Sigurðssyni, síðast í Gaulverjabæ
(Ak. 1877). Hún þótti vel samin
og var mikið lesin meðal alþýð-
unnar.
Af ljóðabókum var ekki mikið.
Eftir þessum man eg: Ljóðabók
Jóns Thoroddsen (Khöfn 1871);
Ljóðabók Sveinbjarnar Egilssonar
(Rvík 1855—56); ljóðabók séra,
Jóns Þorlákssonar (Khöfn 1842—-
43); ljóðabók Kristjáns Jónssonar
(Rvík 1872); “Smámunum” Sig-
urðar Breiðfjörðs (3 útg., Khöfn
1836, Vkl. 1839, Rv. 1862); “Njólu”
Björns Gunnlögssonar (Vkl. 1842,
Rv. 1853) og “Varabálk” Sigurðar
Guðmundssonar á Heiði (Ak.
1872). En fleiri geta þær hafa ver-
ið, en eru þá týndar úr minni rnínu.
Þá var ljóðasafnið “Snót” (3 útg.,
Khöfn 1850, Rvík 1865, Ak. 1877)
allstór bók. — Hún var eftirlætis-
bók allra; einkum yngra fólkið
unni henni af alhug, enda var
dregið til hennar af fjöllum ofan
og fjörðum utan, þjóðsöngvar og
annað það bezta úr íslenzkum þá-
tíðar skáldskap.
Þá hefi eg enn ekki getið einn-
ar bókar; en það eru “Kvöldvök-
urnar” (2 útg., Lg. 1796, Rvík
1848), sem fyrri hluta 19. aldar
og lengur var ein af eftirlætisbók-
um alþýðunnar, en smám saman
hurfu þær, svo eg aðeins sá örmul
eítir af þeim.
Á æskuárum mínurn voru meðal
alþýðu reikningsbækur í almenn-
um reikningi einkum tvær: “Al-
gebra” (eftir Ólaf stiptamtmann
Stephensen; Khöfn 1785), sem
eldri mennirnir héldu mikið af, og
Reikningsbók Jóns ritstjóra Guð-
mundssonar (1841). Hana þekti
eg, lærði hana, og kendi eftir henni
fyrstu árin. Um 1869, eða litlu síð-
ar, kom út á prent Reikningsbók í
tveimur pörturn, samin af séra Ei-
ríki Briem prestaskólakennara;
fyrri partur upp að öfugri þríliðu;
annar partur, öfug þríliða og þrí-
liða, í hverri mynd sem var, bók-
stafareikningur, líkingar og sam-
jöfnuður, flatarmál og teningsmál,
með fleiru. Þessar reikningsbæk-
ur voru vel samdar, sem vænta
mátti, ljóst ritaðar og útskýringar
víðast auðskildar, þó fremur orð-
fáar. Þær voru nothæfar alþýðu-
bækur og einnig hentugar ung-
linga- og alþýðuskólabækur; gott
að kenna eftir þeim.
Einn þáttur bókmentanna á 18.
öld og fram á síðari hluta 19. aldar
var rímnaskáldskapurinn. Á þeim
tímum voru þær í miklu afhaldi
meðal alþýðunnar, og um hönd
hafðar á flestum heimilum. Eg
þekti fjölda af rímnaflokkum, sum-
um skrifuðum. Myndi eg geta tal-
ið alt að 20, þó eg geri það ekki.
Má vera að ýmsum finnist smátt
um, að eg tel þær til íslenzkra al-
þýðubókmenta; en þó er það svo,
að rímnaskáldskapurínn hefir bók-
mentalegt gildi, ekki síður en sagn-
ir í óbundnu máli, enda skyldleik-
inn auðséður Á áhrif afnota þeirra
mun eg minnast síðar.
Eftir 1860 til 1880 bættist ekki
mikið við bókaforðann, sem áður
var. Árið 1878 komu á prent
“Steinafræði” og “Jarðfræði”. Voru
þær samdar af Benedikt Gröndal.