Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 83
SVARTI STÓLLINN
81
Eg ætla aö sjá til. (Fer inn í vinnustof-
una.)
María (lágt) :
Eg ætla að vona aö hr. Konráð h.aií
ekki setiö inni á vinnustofunni allan
þenna tíma.
Frú Morgefell (kuldalega):
Og staðið á hleri.
Ungfrú Graman (brosandi):
Og hvað svo sem ætli það gerði til?
Eg held að listamiennirnir þekki okkur
innan eins og utan.
(Barnig rumskast og veinar af
hungri. Móna tekur utan af þv\
treyjuna og leggur það á brjóst. —
Dömurnar lirökkva við.)
María:
Var þetta krakki að væla af hungri?
(Gœgist inn í skýlið. Undrast, cn segir
ekkert. Móna gcfur henni tcíkn um að
þcgja.)
Frú Morgcfell:
Það er liklega einhver krakkayrmling-
ur úti á götunni.
María:
Já, einhver vesalings krói að drepast
úr hungri, hérna fyrir utan dyrnar.
(Arnold og Konráð koma inn um
dyrnar vinstra mcgin. Arnold kynn-
ir Konráð dömunum.)
Arnold:
Nú skulum við öll korna inn í vinnu-
stofuna. Þar er alt hentugra. og birtan
er betri. (Drcgur tjöldin til hliðar og
lœtur hin fara á undan scr. María síð-
ust. Togar í ermi Arnolds og drepur
titlinga.)
María (lágt) :
Hver er konan með barnið?
Arnold:
Fyrirmynd, eins og þú.
M aría:
Góði, bezti herra Arnold, lofaðu mér
að bíða í vinnustofunni þangað til hún
fer.
Arnold:
Kanske, ef þú verður góð stúlka. (Yt-
ir henni inn, og fer á eftir. Dregux
hurðina fyrir.)
(Barnið fer að gráta og lœtur ekki
huggast.)
Móna:
Færðu ekkert, elsku vinur minn í
(Tekur hníf ufip úr treyjuvasanum. Ofin-
ar hann og hreinsar blaðið milli varanna.
Bregður honum í barm sér. Leggur
barnið á brjóst sér aftur. Það þagnar.)
Svona, vinur, sefaðu nú hungrið. (Kast-
ar skýlunni af sér. Hún er fölleit og
mögur, með mikið Ijósgult hár. Það
og augun, djúp og skœr, er hið eina,
scm eftir er af hinni ufiþrunalegu feg-
urð hnnar.)
(Stutt þögn.)
(Arnold og Konráð. koma fram í
stofuna. Arnold lokar á cftir sér
og dregur tjöldin fyrir.)
Konráð:
Því ertu að gabba mig?
Arnold:
Eg er ekki að gabba þig. Mér fanst
það skylda mín að sýna þér fyrirmynd-
irnar mínar, og vinnustofuna, þar sem
eg vinn mér til auðs og frama — lofa
þér að átta þig áður en eg sýni þér fyr-
irmyndina. þína.
Konráð:
Þetta er alt svo ólíkt þér, Haraldur, og
sé það aðeins spaug, skal eg strax fara.
(Býr sig til að fara út um dyrnar til
vinstri.)
Arnold:
Aðeins eitt augnablik, Konráð. (Dreg-
ur stand-tjaldið inn að bakveggnum. —
Barnið lítur ufip. Niðurandit þess er