Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 93
UM ORÐAKVER FINNS JÓNSSONAR
91
sænska orðið bitida (bitti) = í
tæka tíð, sem komið er úr Þýzku,
bitiden (beizeiten)Þetta er lært,
en ekkert liald í því. Hljóðskiftis-
sagnirnar í-ei-i mynda með nútíð-
ar-nafnháttarstofni og viðskeytinu
i hvorugkynleg nafnorð, t. a. m.
skíði, srníði, einstígi o.fl. Svo er bíti
myndað og merkir það mund, er
fé rís úr bælum til að bíta, þar af
leiðandi snemma dags.
‘breiskja . . uppruni óviss, og eins
rétt að rita með ei (sem ey)”;
brim no. brim, bris no. bris..” Öðr-
um eins skýringum og þessum á
maður að venjast í kverinu. Allir
vita, nema þá kverhöf, að breiskja
er af brís (eldr), baka við eld,
þurka t. d. dún, öll orðin finnanleg
eftir vanalegri orðmyndun af rót
sagnarinnar brenna (brinna), og
allir eru jafn nær um ritháttinn
af hinum no. Breiskja er ekki eins
rétt ritað með ey; það á alls ekki
að skrifa það svo.
“breyskur, no. bröysk, “skör,
svag, let at brække”, skylt st. í
brjóta braut. Ekki z.” Þetta sýn-
ir, hve kverhöf. hættir við að lilaupa
með það, senx hann sér eftir aðra,
liugsunarlaust. Breyskur á ekk-
ert skylt við st. að brjóta, braut,
og merkir heldur ekki “let at
brække”. Oröið er komið af brjósk
og merkir eiginlega undanlátssam-
ur, gjarn til að láta undan en
brotna ekki, þar af ístöðulítill.
beygjanlegur, sveigjanlegur. Brjósk-
ið væri gagnslaust í líkamanum,
væri það brothætt, og ætti breysk-
ur skylt við st. brjóta, þá ætti ein-
mitt að rita z.
“drauniur, af draums var haft í
talshætti að vera draums = sem í
draumi; þetta varð í frb. drums
(sem og hefir sést ritað drumbs!)”
Kannast ekki við hljóðskiftið dramb
-—drumb. Dramb er það, sem er
mikið og veglegt; dramba er að
vera það, eða þykjast vera, berast
mikið á; drambur er hátt og tign-
arlegt bjarg eða harnar; drumbur
er 1. mikið tré og gilt eða trébút-
ur, 2. maður fullur fáleika eða
þurradrambs . í þeirri merkingu
er það í máltækinu að vera drumbs,
þ. e. láta sér fátt um finnast, taka
e-u fálega, þurlega, með tregðu,
Máltækið merkir ekki að vera “sem
í draumi”. Sé máltækið að vera
draums til, og engin ástæða er til
að bera brigður á það, fyrst kver-
höf. segir það, þá er það víst, að
liann misskilur það, því það merk-
ir alveg sama og hitt; og hið dáraða
b á að rita í draums á undan s-inu,
því það er þriðja álma hljóðskift-
isins,
Það stendur heima, að drýli á
að rita, ekki dríli. Af sterkbeygum
sögnum með hljóðskiftinu a-ó-a
(e), eru nafnorð mynduð af liljóð-
verptum þátíðarstofni með og án
viðskeyta, t. d. bý-sn; slý, hlutir
þar sem grasi slær í legur fyrir
vatnsaga; brý, flt. brýr, sem rang-
lega er sagt flt. af brún í nýrri mál-
fræðisbókum. Drý-la er sögn af
að draga, og merkir, að draga sam-
an eða hroka upp heyi til þurks í
smáhrúgur; hrúgan heitir drýla og
drýli. “Drýldinn, uppruni óviss”.
er ítrekunar-lýsingarorð af sögn-
inni að drýla.
Kverhöf. er upþhafsmaður að
“troð”-kenningunni, þ. e. að staf-
ur “troði sér inn” í fallending, t. d.
í sólna fyrir sóla, vallna fyrir valla
o. s. frv. Hæpin í meira lagi er
sú kenning. Málfræði fyrirbrigði