Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 94
92
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
þau stafa af því, aö tungan á sama
orðið innan allra kynja, t. d. skriðr,
skriða, skrið, eða innan tveggja,
guss, gusa, slagr, slag, eið, eiði,
eða þá að hið sama orð er hneigt
eftir tveimur hneigingum, t. d. sál,
sála. Það væri hægt að fylla heil-
ar síður af dæmum til þessa og er
ekki nema eðlilegt, því fyrirbrigð-
unum veldur hinn langi lífsferill
tungunnar. Ekki er hægt að
standa í stað og lifa. Stafir troða
sér ekki inn í föllin, lieidur er orðið
haft í öðru kyni eða hinni hneig-
ingu þess, t. d. sáluhjálp, sálar-
liáski, landsfjórðungur, landareign
o. s. frv. Því er það rangt lijá
kverhöf. að “dul, draga dulur á
e-ð er rangt f. dul, en nú skilið sem
flt. af dula eða ruglað saman við
það)”. Orðið kemur fyrir í öllum
kynjum, dul og dula, kvk., dulur,
kk.„ og margan hefir dulið drepið.
Eftirtektarvert er það, að fallmynd-
ir þessar fjölmynda-orða eru ekki
jafngengar hver fyrir aðra í orða-
tiltækin, t. d. er sagt sáluhjálp,
síður eða alls ekki sálarhjálp; ætla
sér dul, en ganga upp í þeirri dul-
unni, og að draga dulur á e-ð, er
tíðara en draga dul á, í samskeyt-
ingum, hið sama dularklæði, duls-
mál, en dulu eða dulna eru ekki
ígeng.
fífill, no. fivel (= fífa og fífill)
er eiginlega dregið af fífa (rýrnun-
arorð)”, og nú stendur heima;
safnorð þó öllu heldur, sbr. ferill,
jökull, en lengra má elta það. F
skiftist á við ð samkvæmt Frum-
pörtunum, svo að fífa er þá fyrir
fiða, kvk., eiginlega s. s. fiðr, hvk.,
kk. er fiðr = Pinnr, eiginlega sá,
sem skrýðist fjöðrum eða fjaður-
ham, sbr. Bjálfi, Úlfheðinn. í rit-
gerð “Um íslenzk mannanöfn”, í
3. bd. Safns til sögu íslands, er
nafnið talið skylt þjóðarheitjnu
Finnar; það er ekki eins líklegt.
“gíll, no. gil,” er rangt ritað og
mót venju fyrir gýll; hrasað á
norska rithættinum, sem sjaldnast
er að marka. Orðið er runnið af
að gjósa, eftir vanalegri orðmynd-
an. Glæjalogn heldur kverhöf. lík-
lega afbagað úr blæjalogn. Báðar
myndirnar eru réttar. Blær( af
blár) er blámi vatna. Þegar vötn
halda hlæ sínum, þá er blæjalogn.
Hlálegt er að sjá “grind, no. grind”,
“grís, d. grís”, “grisjulegur, sbr. no.
grisen, utæt, hullet”. Af sama
stofni er Tanngrisnir (með grisnum
tönnum.” Það er ótrúlegt, að kver-
höf. viti ekki, að orðin séu runnin
af að grína = gapa sundur, svo að
sjái í e-ð annaö, og þó virðist svo
vera. Því Tanngrisnir merkir ekki
sá, sem hefir gisnar tennur, heldur
sá, sem grín svo að sér í tennurn-
ar.
“hannyrðir, líklegt er að hann sé
stofn orðsins hannarr um menn, er
voru listamenn (-konur) til vinnu;
-yrð er erfiðara, en er ritað svo í
fornu máli (hannerð er ekki að
marka, þar er e til oröið úr þ),
ef til vill af orð í verða”. Svo
mörg eru þessi orð. Hannarr er
lýsingarorð. Viðskeyti þess, arr,
umskiftilegt við urr, eins og -all er
umskiftilegt við -ull, -ann o. s. frv.
Nafnorð myndast af lýsingarorð-
um oft með viðskeyti, ð sem hljóð-
varp fylgir ;svo er hér myndað hann-
erð af hannarr, hannurð af hannurr.
í útg. Jóns Þorkelssonar af Hauks-
bók, Rvík 1865, er hannerð, og sýn-
ir það, að hann hefir litið eins á
orðið og hér er gert. Að orðið sé