Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 102

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 102
100 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ið og skrifuðu sig nokkrir lijá hon- um til austurferðar með næstkom- ancli vori, en allmargir ungir menn og lausir fóru með honum austur þá um haustið, til Halifax og ann- ara staða þar á ströndinni. Strax á næsta vori fluttu nokkrir aust- ur, en fleiri um sumarið og haust- ið eftir. Nýlendusvæðið var á há- lendi skógi vöxnu er Mooseland (“Elgsheiði”) nefndist, suður af dalverpi, er lieitir Musquodoboit, um 80 mílur norðaustur af Halifax, upp með Tangierfljótinu, — um 30 nn'lur norður frá árósunum. Litlir voru þar landkostir, jörð grýtt og vaxin skógi. Stjórnin lét úthluta nýlendumönnum því af landi, er heitið hafði verið, ryðja á hverju þeirra blett, er svaraði einni ekru og reisa þar hús. Alls voru það 10 býli er hún lét reisa. í miðri ný- lendunni setti hún skóla, lét þar reisa skólahús og fékk til kennara, er Alexander Wilson hét. Hann var enskur að kyni, skylclurækinn en strangur og siðavandur, og þó af öllum álitinn hinn bezti drengur. Um kennara þenna farast skáldinu J. Magnúsi Bjarnasyni svo orð; gekk hann í þenna skóla til hans og þekti hann vel: “Það er einkennilegt, að þeir, er ritað hafa um Marldands-nýlend- una, hafa mjög lítið minst á kenn- arann, Alexander Wilson. Hús hans stóð skamt frá skólahúsinu, sem var hér um bil í miðri nýlendunni. Börn Wilsons voru mörg — níu, ef eg man rétt. Hann var lærður maður og hafði kent um langt skeið við æðri skóla á Englandi. Hann átti ágætt bókasafn og var aldrei tregur að ljá bækur. Hann var kennari með afbrigðum, þó hann væri undarlegur nokkuð og refs- ingasamur. En á þeim dögum fylgdu kennarar alment þeirri að- ferð, sem Salómó konungur áleit happasælasta: “að spara ekki vönd-, inn”. — Alexander Wilson var ósérhlífinn, hreinhjartaður og vildi íslendingum alt hið bezta. Og þeg- ar ritað er um Marklands-nýlend- una, á vel við að minnast Wilsons kennara og prestanna lútersku í Lunenburg, sem reyndust Islend- ingum svo vel á allan hátt.” Þá lét og stjórnin ryðja veg til nýlendunnar frá hafnarbænum Tahgier. í septemberlok var vega- gerðinni lokið og flestir fluttir á ábýlisjarðir sínar, er þeim höfðu verið úthlutaðar. Gáfu þeir þeim nöfn, sem siður var til á íslandí Skömrnu þar á eftir efndu. menn til fundar í skólahúsi nýlendunnar. Efni fundarinSi var að ræða um sameiginleg velferðarmál bygðar- innar og hvað nýlendan skyldi heita. Kom mönnum saman um að nefna hana “Marklancl” og þóttu þessi orð úr “Grænlendingaþætti” lýsa nýlendunni með fullum sann- indum. “Þat land var slétt ok skógi vaxit ok sandar hvítir víða ok ósæbratt. Þá mælti Leifr: af kostum skal þessu landi nafn gefa ok kalla Markland”. Ekki vita menn nú með vissu, hver réði nafni, en nafngjöfin sjálf bendir til þess, að ekki liafi menn fundið til þess að þar ætti fremur aðrir rétt til en þeir sjálfir, er fornir feð- ur þeirra höfðu fundið landið og því nafn gefið. Innflutningur var nokkur til ný- lendunnar ofan að árinu 1880, að mestu leyti beina leið frá íslandi — en enginn eftir það. Þótti þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.