Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 121
SITT AP HVERJU FRÁ LANDNÁMSÁRUNUM
119
að verða við tilmælum þínum,
nefnilega að verða bréfritari þinn
og við hvor annars; gerir það að
héðan hefir verið ilt að senda bréf,
og er ilt enn, svo eg er aldeilis ó-
viss um að þessi miði komist á-
fram.
Fréttir héðan eru margar og
mjög misjafnar og rúmar víst varla
blaðið þær allar, sem til eru, því
það er lítið til þess.
Fer eg þá fyrst og fremst að
segja þér frá mér og mínurn átta.
sem mér fylgja, að fyrir Drottins
góðu náð líður bæril., helzt síðan
við komum hingað og settumst um
kyrt hér, en þetta munu varla allir
segja, sem komu í sumar, því eg
hygg að fullur helmingur og máske
meira af fólki liefði setið kyrt, hefði
það vitað fyrir forlögin, og er þó
ekki landinu hér um að kenna, þó
það sé kalt, eða aðförum stjórnar-
innar við okkur. — Það er eðlilegt
að okkur úr köldu og hrjóstrugu
landi, • sem aldir erum upp við litla
misbreytni eftir því Isem hér er
vestra, brigði við í rúmar 7 vikur
sem við vorum á þessu ferðaslarki,
um hásumar gegnum fremur lieit
lönd, oftast við ónotalegan aðbún-
að og hreinlæti, sem ómögulegt
var að geta fengið, hálflítið, ónota-
legt og okkur óholt fæði. Þó nokk-
uð bæri á veikindum fólks yfir Eng-
landshaf og Atlanzhafið, var það
mest sjóveiki, sem ekki gerði svo
mikið til í bráðina, en þegar við
fórum frá Ontario á gufubátnum
þessa stuttu vatnsleið upp til Min-
nesota, hvar alt úði saman, kýr ux-
ar, fé og fólk og hvergi varð fæti
stígið nema á mannsbúk eða höf-
uö og allir lágu óristnir og höfðu
friskbrauð og hrátt eða hálfhrátt
flesk (að eta) fór að brydda á
niagaveiki og dauða á börnum, sem
óðum óx; hélzt það alla leið úr því
og hingað og lengi eftir það, svo
börnin dóu hrönnum og sum sein-
ast úr hor, sem magaveikin var bú-
in að kúga svo. Þau dóu flest, sem
voru fyrir innan 2ja til 3ja ára.
Fjöldi veiktist líka af því full-
orðna, svo það var lengi í liaust
sem það var mjög vesalt margt, en
fátt dó þó, þar til að bóluveikin fór
að æða áfram hjá okkur, sem ef-
laust mjög margt leiðir eftir sig ilt,
bæði í bráð og lengd. Hennar vegna
var vörður settur á milli nýlend-
unnar og Winnipeg, sem hefir ver-
ið í allan vetur og verður fyrir það
fyrsta til maímánaðarloka, hvað
sem þá tekur við. Bréf, -sem hafa
verið send héðan, hafa ýmist ver-
ið brend, send til baka eða þvegin
úr eitur-vatni og send svo. Sú
stjórn stendur nú sem hæzt. Þeir
sem vilja komast upp eftir, þurfa
að liggja við vörðinn í 15 daga áð-
ur en þeir fá að fara, kaupa sér ný
föt og skilja þau gömlu eftir eða
brenna. —
Nú er bólan í mestu rénun og eg
held hér um bil hætt að drepa. Hún
er búin að drepa unga og gamla í
nýlendunni 103 og er það ekki svo
lítið. Víst er dautt af fólki, sem
fór frá íslandi í sumar hálft annað
hundrað, með því sem bólan hefir
drepið, en fólk lifandi eftir um 1150
fyrir utan það sem er upp í Winni-
peg. Hingað komu læknar 3 eða
fjórir, verri en ekki neitt, nema að
fylla sig á víni. Fyrst eg er að
tala um það sem hefir dáið, ætla eg
að segja þér frá því, sem þér er
allra kunnugast og var nálægt þér,
þegar þú varst heima: Sigurður