Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 124
122
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLSNDINGA
Það sem eftir var vetrar var tíð
jöfn, frost mikil, hæzt 40 Fahrenh.,
hreinviðri og stillur og snjófall svo
sem ekkert, og snjóysjan í skógun-
urn aldrei meira en í mitt lær.
Aldrei hlánaði, en úr sumarmálum
fór að taka upp af sólbráði og enda
nokkuð fyrri, því frostin fóru að
lina með apríl. Aldrei hlánaði eða
kom rigning fram í maí seint. —
Seinni partinn maí og júní allan
voru ofsaleg úrfelli. Þó var hvorki
kuldi eða krapi nema 3 daga um
hvítasunnu. Eftir miðjan maí fóru
menn að sá jaröeplum og sumir
ögn af hveiti og bínsi, sem leit út
fyrir að myndi verða ónýtt vegna
þeirra fjarskalegu rigninga, sem
þá dundu yfir, og svo er nýlendan
í sjálfu sér nú sem stendur víða of-
blautlend á meðan ekki skógarnir
verða ruddir og þá skurðir grafnir,
en hvarvetna er nógur og góður
heyskapur og landið frjótt.
Þegar með júlí fór að þorna svo
sáðið fór að taka við sér, og menn
héldu áfram að sá meira og nú sem
stendur lítur út fyrir að flest verði
í meðallagi, ef ekki skemmist úr
því sem á horfist.
Eg hefi lagt niður 8 bushel jarð-
epla, 24 pund hveitis, nokkuð af
bínsi og næpur og rófur og ýmis-
legt fleira til prófs. Yfir liöfuð er
útsæðið í 14 ekru. Húsið er nú í
byggingu, þó komið svo á veg, að
eg hefi fyrir nokkru flutt í það, en
sjálf sagt glugga og hurðarlaust.
Það er 10 al. danskar á lengd og
7| alin á breidd undir súð sem eg
sagaði í í vetur og gólf komið í það
hálft. Vellíðan mín og minna er
yfir höfuð góð og hefir verið, —
en alt af hefi eg lifað á stjórnar-
láni síðan eg kom hingað, nema
hvað eg hefi afiað fisk mikið. Hann
er nógur í vatninu og eftir því góð-
ur átu, mikið betri en heima, bæði
kattfiskur, pækur (Enska: Pike),
gullaugu, sólfiskur og sökker
(Enska: Sucker). Hvítfiskur, sem
þykir fiska beztur, aflast ekki
nema á haustin. Af honum var lít-
ill afli í haust. Kú gat eg keypt í
fyrra með vænum nautkálfi, upp í
Winnipeg, þegar eg kom, — 32 doll-
ara. Hún bar í vor á sumardags-
nóttina fyrstu, fallegri kvígu, sem
lifir. Kýrin komst í 14 merkur, nú
eru ekki meira en 8 merkur í henni
og er mest orsök til þess þeir
vondu bolahundar (Enska: bulldog
= fluga, bolabítur), sem hér er nú,
sem gera skepnum ljótt tjón meðan
þeir eru. Mína kú hefi eg stundum
haft inni á daginn, þegar verst
hefir verið og heyjað handa henni.
Mikið gerir sú góða og dæmáfáa
stjórn til að lána. Nú í vor bætti hún
við lán okkar 25,000 dollara, sem
eftir skýrslum frá okkur er keypt
fyrir 250 kýr suður í Minnesota,
sem nú er von á á hverri stundu,
einnig alt útsæði, netagarn og tein-
ar, gluggar, liverfisteinar, orfljáir,
heykvíslar, grobbhóar(Enska: grub-
hoe = rótaröxi), salt, skóleður,
hveiti, flesk o. s. frv. Á móti þessu
tekur hún í veð af okkur löndin
sem hún gefur okkur og vinnu
okkar á þeim. í ár er lánið rentu-
laust en þaðan frá renta 5 af
hundraði í 10 ár, ef ekki verður
borgað fyrri.
Ait fyrir þetta er ástand okkar
ískyggilegt sem stendur. í vetur
var vörður settur á landamæri milli
Manitoba og nýlendunnar og var á-
kvarðað að hann skyldi verða til
ágústs. En þegar bólan var rösuð