Árbók VFÍ - 01.01.1991, Síða 205
Sprautusteypa 203
Hér er komið inn ákvæði sem tekur á mismun á hönnunarstyrk og styrk á steypu
geymdri á steypustað í líkingu við það sem gert er í IST 10 1. 8,5.
Ekki eru í verklýsingu fyrir Ólafsfjarðarmúla kröfur um beygjutogþol, eflaust vegna
fenginnar reynslu frá Blöndu sem vikið verður að annars staðar.
í báðunt verksamningum eru gerðar kröfur unt hvernig að sprautuninni skuli staðið,
sem eru í meginatriðum samhljóða.
Segja má að við gerð verklýsingar fyrir Ólafsfjarðarmúlagöng sé stuðst við þá reynslu er
fengist hafði við Blöndu.
Ég vil að lokum benda á nokkur atriði er hafa mætti í huga við næstu verkefni.
- Krafan um lágntarks sementsmagn er í raun óþörf þar sem mun meira sement þarf til að
mæta styrkleikakröfum og spraututæknilegum kröfum m.a. vegna fínefnaskorts í
íslenskunt fylliefnum,
- krafan um geymslu á sýnum fyrir prófun þyrfti að breytast, þrátt fyrir þá lagfæringu er
gerð var í verklýsingu að Ólafsfjarðarmúla, t.d. hefur hitastig í göngum mjög ntikið að
segja um styrkleikaþróunina. Kröfur um styrkleika verða því mjög háðar aðstæðum á
hverjum staðogbjóðendur í verk vita í raun ekki að hverju þeir ganga. Erfitt verður að
heimfæra niðurstöður prófana frá einum stað til annars,
- viðloðunarkröfurnar þyrftu endurskoöunar við m.a. vegna þess að viðloðunin er mjög
háð bergtegundum, hrjúfleika þeirra, raka og vatnsaga á yfirborði svo og yfirborðs-
smurningu. Auk þess ættu kröfurnar ekki að vera þær sörnu til steypu með og án
stáltrefja, því það er oftast í höndum verkkaupa að ákveða hvort sprautað er nteð eða
án stáltrefja.
Engar rannsóknir hafa farið fram á því hvaða viðloðunarkröfur séu eðlilegar hér á
landi, þau gildi sent notuð eru í dag eru tekin úr eriendum gögnum.
2.5 Reynsla af sprautusteypu við jarðgangagerð á íslandi.
Almennt er hægt að segja að reynslan af notkun sprautusteypu við jarðgangagerð á
íslandi sé góð.
Upp hafa komið ýmsir byrjunarörðugleikar sem tekist heíur að leysa.
Styrkingar í jarðgöngum Blönduvirkjunar og það sem af er í Ólafsfjarðarmúla hafa
verið í formi sprautusteypu og þar sem þörf hefur verið á hefur að auki verið boltað (með
nokkrum undantekningum þó við Blönduvirkjun, eins og vikið verður að síðar). Ekki er
vitað annað en að þessar styrkingar hafi reynst vel.
Sprautusteypuhúðin er allt frá því að vera nokkrircm upp í tugi cm háð bergaðstæðum,
spennum ogspani. í Ólafsfjarðarmúla þar sem bergþekjanyfir göngunum er allt að 850 m
þykk hefur orðið töluverð flögnun úr veggjum jarðganganna vegna „spennuslökunar"
fjallsins. Flögnunin hefur verið stöðvuö með sprautusteypu nteð stáltrefjum.
Það sama má segja um þenslu og niðurbrot í veikum bergtegundum s.s. gjallkarga og
setbergi, en hegðun og stæðni þessara bergtegunda er oft háð rakastigsbreytingum og því
er ntikils viröi að loka yfirborðinu til að hindra niðurbrot.
Sprautusteypan var auk þess notuð víðast hvar í frárennslisgöngum Blönduvirkjunar til
að verja veikari bergtegundir fyrir rofi frá frárennslisvatninu.
Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á sprautusteypu í tengslum við þessi tvö verkefni
og eru þær enn í gangi, bæði af hálfu verktaka og verkkaupa.
Megin niöurstöður þeirra cru:
- röðun á stáltrefjum er góð samkvæmt sjónmati, það er að stáltrefjarnar leggjast
hornrétt á sprautustefnuna,
- samþjöppun steypunnar er góð. Þungi sýna er á bilinu 2300-2400 kg/cm:.