Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 27
Skýrsla formanns 25
skóla, en vægi undirstöðugreina í verkfræðideild HÍ er nokkru hærra en tíðkast yfirleitt í verk-
fræðinámi í nágrannalöndunum. Þá er í nýju reglunum kveðið skýrt á um að enginn fái leyfi til
að nota verkfræðingstitilinn, nema sá hinn sami hafi áunnið sér prófgráðu frá viðurkenndum
verkfræðiháskóla.
Hinar nýju reglur um inngöngu í félagið og notkun verkfræðingstitilsins voru staðfestar af
aðalstjórn félagsins 30. júní 1992. Þær hafa þegar sannað gildi sitt fram yfir eldri reglur að því
er varðar störf menntamálanefndar. Flestar námsgráður, sem íslenskir verkfræðingar ávinna
sér erlendis, eru nú viðurkenndar í reglunum. Nefndin eyddi áður miklum tíma í að rýna í sam-
setningu náms einstakra umsækjenda, annarra en þeirra sem lokið höfðu fyrsta prófi sínu frá
Háskóla íslands. Þessi vinna er nú að meslu óþörf. Nefndin getur nú beint starfi sínu í meira
mæli að öðrum verkefnum, svo sem nánara eftirliti með verkfræðinámi í einstökum skólum.
Liður í því er einmitt sú úttekt, sem nú er hafin á Verkfræðideild Háskóla íslands og nánar
verður fjallað um hér á eftir.
Fjöldi umsókna sem kom inn á borð menntamálanefndar á árinu var með mesta móti, alls
132 mál, en voru 91 á fyrra ári. Umsóknir um inngöngu voru 60, (32 á fyrra ári), umsóknir um
verkfræðingstitilinn voru 43 (85) og um ungfélagaaðild sóttu 68 (11).
Mikla fjölgun ungfélagaumsókna, sem hér kemur fram, má líklega rekja til aukinnar áherslu
félagsins á að ná til verðandi verkfræðinga. Fulltrúar VFI fóru þrjár ferðir vestur í Háskóla á sl.
haustmisseri og heimsóttu verkfræðinema á 3. og 4. námsári, hverja skor sérstaklega. Þá var
þessum sömu nemum boðið til kynningar í Verkfræðingahús í febrúar sl. Þetta hefur borið
þann árangur að meirihluti verkfræðinema, sem komnir eru á síðari hluta námsins, óskar nú
ungfélagaaðildar. Jafnframt má reikna með að félagið hafi bætt ímynd sína í augum verðandi
verkfræðinga. Áberandi fækkun er hins vegar í umsóknum um titilinn.
Langllestir nýir verkfræðingar á Islandi, sem senda inn umsóknir til VFÍ, hófu nám sitt í
verkfræðideild Háskóla fslands. Flestir þeirra hafa, að því námi loknu, farið erlendis til frek-
ara náms. Af þeim, sem luku prófum erlendis, og sóttu til félagsins á síðasta ári, komu flestir
frá Danmörku, síðan frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og Þýskalandi. Önnur lönd sem koma við
sögu eru Búlgaría, Kanada, Rússland og Skotland.
Endurmenntunarmál eru í umsjá menntamálanefndar og situr formaður nefndarinnar í stjórn
Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands, en Verkfræðingafélagið er einn stofnaðila. Mikill
uppgangur hefur verið í starfseminni að undanförnu, en ný reglugerð um ESHÍ var samþykkt
þann 7. nóvember 1991. Boðið hefur verið upp á fjölbreytt úrval námskeiða fyrir verkfræðinga
og tæknifræðinga, m.a. þriggja missera rekstrar- og stjórnunarnám, sem er langlengsta einstaka
námið hjá stofnunni og hefur sérstöðu að því leyti. Fyrirhugað er að hleypa af stokkunum nýju
námi á haustmisseri 1993, tengdu sjárvarútvegsfræðum. Það verður tveggja missera nám og
verður sérstök áhersla lögð á gæðastjórnun í sjávarútvegi og ftskiðnaði.
Stjórn Endurmenntunarstofnunar og starfsfólk hefur undanfarna mánuði unnið að nýrri
stefnumótunaráætlun til næstu fjögurra ára, og er búist við að þeirri vinnu ljúki nú á vordög-
um.
Heildarfjöldi nemenda á síðasta ári var um l'imm þúsund og er nú orðið nokkuð þröngt um
starfsemina í Tæknigarði. Formaður Endurmenntunarstofnunar er Valdimar K. Jónsson pró-
fessor í vélaverkfræði við Háskóla Islands.
Menntamálanefnd hélt á starfsárinu tvo fundi um endurmenntun með Margréti S. Björns-
dóttur, endurmenntunarstjóra, og Ingunni Sæmundsdóttur, kennslustjóra tæknisviðs. Þessir