Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 271
Um síur og síukröfur 269
sem kynnu að ríkja í örþunnu lagi yst í
hugsanlegri sprungu, sem næði gegn-
um stíflukjarna.
Greinarhöfundar draga niðurstöð-
urnar saman í töflu 4.
Loks er að geta greinar John Lowe
III, Seepage Analysis, í nýútkominni
bók Advanced Dam Engineering for
Design, Construction and Rehabili-
tation. Þar fjallar höfundur talsvert
ítarlega um síur og síukröfur. Hann tel-
ur Terzaghi skilyrðið D15 < 4 til 5 xdss
rétt. Þetta byggist á því að gropustærð
liltekins efnis er um tíundi hluti D15
stærðar þess. Því er tvöfalt öryggi á
því að 5 xd«5 skolist út um gropur í
slíku efni. Forsenda þessa er raunar að
þau 15% grunnefnisins sem eru stærri
en ds.5 verki sem sía á fíngerðari hlut-
ann. Reynsla síðari ára t.d. frá Balder-
head stíllu í Bandaríkjunum og Tarbela
stíflunni í Pakistan hefur á hinn bóg-
inn leitt í ljós að áðurnefnd forsenda
stenst ekki sé kjarnaefnið mjög miskorna - hafi „langan“ sáldurferil, eða vanti í það einhverjar
kornastærðir.
Jafnframt hefur komið í ljós að einnig má nota Terzaghi skilyrðið t.þ.a. kanna sjálfsíunar-
hæfi efnis, eins og lýst er í töflu 1, lið 4 „Vörn gegn innri útvöskun - innri síukröfur". Ennfrem-
ur, að sé halli sáldurferils einhvers staðar minni en 15%, við fimmföldun kornastærðar, er innri
síukröfum ekki fullnægt. Þegar svo hagar til, ætti að miða síukröfur við dss í fíngerðari hlutan-
um, segir John Lowe III. Loks sýnir reynsla frá Tarbela, að í mjög miskorna kjarnaefni, með
litla deigþjálni, kann innri síukröfum að vera fullnægt við hátt þjöppunarstig en ekki við lágt.
Þá mælir höfundur með því að grófgerð síuefni, þ.e. grófari en sandur (d > 4,8 mm), séu
sem mest einkorna - hafi „stuttan" sáldurléril - til þess að komast hjá aðskilnaði í þeim. í því
sambandi telur hann rétt að miða við að stærstu korn
(steinvölur) séu aðeins tvöfalt stærri en þær minnstu.
Loks minnir hann á nauðsyn þess að miða síukröfur við
fíngerðasta hluta efnis, þegar um er að ræða svið ferla
þannig að grófasti síuferillinn fullnægi skilyrðum fín-
gerðasta kjarnaefnisins.
En hverjar kröfur á þá að gera til síuefnis fyrir jökul-
ruðningskjarna í t.d. miðlungi mikilvægri stíflu til þess
að tryggja, að öllum skilyrðum sem gera þarf til síu þar
sé fullnægt?
Lagt er til að miðað verði við skilyrðin í töflu 5.
1. D15 < 4 x ds5 og frekar minna
en 0,7 mm
2. D15 > 5 x dis
3. Cu = D60/D10 < 20
4. D15S2 < 5 X D85S1
5. Miða skal D15 við fíngerðasta
hluta grunnefnis
6. Síuefni skal vera slit- og
veðrunarþolið
Tafla 5 Kröfur til síuefnis fyrir
jökulruðningskjarna.
1. Eiginleikar sendinna (og malarborinna) grunnefna
-kjarnaefna í stíflum - ráðast af fínefnunum, og
grófari efnishlutinn hefur lítil áhrif á eiginleikana.
Þær breytistærðir sem algengast er að nota í
síukröfum þ.e. dss og dso henta ekki til ákvörðunar
um hæfi síu.
2. Síu á miskorna kjarnaefni má ákvarða út frá D15
og de5- af fínefnishluta grunnefnis, þ.e. efnishluta
undir 0,075 mm. Fyrir mulning sem sía á sendið
(malarborið) kjarnaefni er krafan: Dis/dss- < 12 mjög
örugg.
3. Síunarhæfi miskorna síuefnis er mjög háð
sáldurferli efnishluta undir D15.
4. Mulningur með köntótt korn hentar mjög vel í síu
loftmegin í stíflu. Þó er æskilegt að mulningurinn sé
miskorna og að í honum sé nægilegt magn
ósamloða fínefna, eða amk. 5% þess efnis sem
smýgur 0,15 mm sigti.
5. Miða skal síukröfur við endanlegan sáldurferil,
brotni grunnefni niður við vinnslu.
6. Samloðun eða deigþjálni (plasticity) eins og mæld
er með mörkum Atterbergs hefur óveruleg áhrif á
síunarþörf.
Tafla 4 Niðurstöður tilrauna þar sem notað er hátt
þrýstihlutfall til að líkja eftir aðstœðum í sprungu.