Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 131
Tækniannáll 1992 129
2.1 Afli og útflutningur
Afli: Heildarafli landsmanna á árinu 1992 var 1.568 þúsund tonn samkvæmt bráðabirgða-
tölum Fiskifélags Islands. Þetta er rúmlega 50% meiri afli í tonnum en á árinu 1991. Þessi
aukning skýrist alfarið af loðnual'la sem jókst um 540 þúsund tonn á milli ára. Þrátt fyrir aukn-
ingu í tonnum talið dróst verðmæti aflans á föstu verði saman um tæpt 0,5% milli 1991 og 1992
ef loðnan er talin með og um 6,5% án hennar. Þótt heildarafli á föstu verði hafi nánast staðið í
stað milli árana 1991 og 1992 dróst framleiðsla sjávarafurða saman um 1,5%. Þessi samdráttur
stafar fremur af mismun á verðhlutföllum á afla innanlands og framleiðslu en breytingum á
hagnýtingu aflans sem urðu þó óvenjumiklar í fyrra.
Þrátt fyrir þá erfiðleika sem verið hafa á málmmörkuðum heimsins var ál- og kísiljárnfram-
leiðsla hér á landi svipuð og í fyrra og árin á undan. Alls voru framleidd tæp 90 þúsund tonn af
áli og 51 þúsund tonn af kísiljárni. Utflutningsframleiðslan í heild er talin hafa dregist saman
um 2,5% í fyrra.
Utflutningur: Alls voru fluttar út sjávarafurðir að andvirði rúmlega 70 mia.kr. (milljarðar
króna) í fyrra, en vöruútflutningur nam 87,8 mia.kr. Hlutfall sjávarafurða reyndist því 79,6%
af heildarútflutningi ársins 1992.
Utflutningur áls dróst saman um tæplega 1% 1992. Utflutningur kísiljárns jókst um 6,5%,
en þá ber að gæta þess að útflutningur dróst saman um rúman fimmtung árið áður.
Annar útilutningur hefur átt í vök að verjast síðustu misseri. Útflutningur iðnaðarvöru, ann-
arrar en áls og kísiljárns, dróst saman um 14,5% að magni í fyrra. í heild er útflutningur þriðj-
ungi minni en hann var árið 1989.
Þjónustutekjur drógust saman um 3% í fyrra.
Að öllu samanlögðu minnkaði vöruútflutningur um 1% 1992 og samanburður á útflutningi
°g útflutningsframleiðslu sýnir að gengið var á birgðir. Útflutningur á vöru og þjónustu drósl
saman um 1,8%. Þegar tekið er tillit til verðlækkunar kemur í ljós að útflutningstekjur hafa
dregist saman um 4,5% frá 1991 til 92. í krónum talið nemur samdrátturinn um 5,2 mia.kr.
2.2 Viðskiptakjör
Eftir hagstæða þróun viðskiptakjara á árinu 1991 gekk batinn að mestu til baka á síðasta ári.
Viðskiptakjörin rýrnuðu um 3,7% á árinu 1992 samanborið bið 4,6% bata milli árana 1990 og
'991. Þessi rýrnun stafaði öll af lækkun á verði útflutningsafurða. Verðþróun í innflutningi var
hagstæð.
Meðalverð sjávarafurða í SDR lækkaði um 3,9% milli áranna 1991 og 1992.
Verð á áli og kísiljárni hefur farið lækkandi frá árinu 1989. Meðalverð á áli í fyrra var
helmingi lægra í Bandarfkjadollurum en 1989 og 4% lægra en 1991. Kísiljárn lækkaði einnig í
verði f fyrra, eða um 7% frá árinu áður. Á hinn bóginn hækkaði verð á öðrum útflutningsvör-
um nokkurn veginn í hátt við almennar verðlagsbreytingar í helstu viðskiptalöndum. Að öllu
samanlögðu lækkaði verð vöruútflutnings um 3%.
Á innflutningshlið var verðþróun hagstæðari. Þannig lækkaði verð á innfluttum rekstrarvör-
um um 2,5% milli áranna 1991 og 1992, einkum vegna verðlækkunar á eldsneyti. Hækkun
mnflutningsverðs á fjárfestingarvörum svaraði til verðbólgunnar í viðskiptalöndunum en
a'mennur neysluvarningur hækkaði minna. Að öllu samanlögðu hækkaði innflutningsverð í
'slenskum krónum um 1% frá árinu 1991.
Verðþróun í þjónustuviðskiptum, að vaxtagreiðslum undanskildum, er talin hafa verið svip-