Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 328
326 ÁrbókVFÍ 1992/93
Mynd 6 Jarðlagasnið á prófunarstað við mastur Mynd 7 Togbúnaður sem notaður var við
nr. 4 í Blöndulínu. prófanir á bergboltum á bökkum Gilsár.
urs nr. 4. Jarðlagastaflinn virtist vera jökulberg sem þéttist eftir því sem neðar dróg. í yfirborði
var siltríkur jökulruðningur en neðar tóku við þéttari jökulbergslög með töluverðu af grófri
möl saman við.
Á mynd 6 sést þversnið jarðlaganna á prófunarstað. Við prófanir voru notaðir 20 mm heil-
snittaðir teinar. Dýpt holanna hljóp á 10 cm frá 10 og upp í 100 cm. Með mislöngum boltum
Aflestur af mælum Lengd Mæl. Mæl. Togþol Athugsemdir
teins nr.1 nr.2 teins um ástand
(cm) (tonn) (tonn) (kN) borholu
10 0,40 0,50 8,5 Sæmileg
20 1,40 1,45 27,3 Sæmileg
30 2,30 2,50 46,1 í grjóti
40 2,10 2,35 42,5 Laust yfirborð
50 5,60 5,30 106,0 Þokkaleg
60 9,20 8,70 (176,8) Góð - grátt svarf
70 8,40 7,90 160,4 Þokkaleg
80 9,85 9,45 (190,5) Góð - grátt svarf
85 9,45 9,00 (182,1) Þokkaleg
100 9,60 9,00 (183,5) Góð - grátt svarf
Talla 3 Niðurstöður togprófana á bergboitum í
jökulbergi á bökkum Gilsár. Togþolsgildi í sviga
tákna að ekki tóksi að slíta viðkomandi tein upp.
var reynt að meta hvernig togþolið væri háð
lengd þeirra. Teinarnir voru steyptir niður
með Thorogrip-steypu. Til togprófana var
notuð MF100 dráttarvél með 30 tonna spili.
Tveir hliðtengdir 10 tonna togmælar af
DILLON gerð voru notaðir til að mæla
togþolið. Þannig var talið að togbúnaðurinn
væri ríflegur til að slíta alla teinana upp.
Annað kom hins vegar á daginn. Á mynd 7
er sýndur sá búnaður sem notaður var við
prófanir.
Niðurstöður mælinga eru birtar í töflu 3.
Þegar holur voru boraðar var fylgst með bor-
svarfi til þess að meta væntanlegan styrk-
leika bergsins og til þess að leita skýringa á