Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 34
32 ÁrbókVFÍ 1992/93
bréfum og voru þau, hvort um sig, send mótaðila. Nefndin hélt síðan 6 fundi til að fjalla um
ofangreint erindi. Hún fékk málsaðila á sinn hvorn fund nefndarinnar, spurði þá og fékk svör
þeirra varðandi hinar ýmsu hliðar meints stéttarreglnabrots og fékk viðbótarbréf frá B varðandi
málið. Einnig aflaði nefndin og kynnti sér ýmis fleiri gögn er tengst gætu málinu. Er þeirra
getið í fundargerðum.
Hér á eftir er stutt samantekt málsatriða:
A og B unnu báðir við ákveðna þætti hönnunar raðhúsa í Garðabæ. Byggingaraðili, X hf„
gerði húsin fokheld skv. teikningum hönnuða, en var síðan lýstur gjaldþrota og hafa skipti farið
fram.
I kjölfarið bauð húsfélag, fyrir hönd núverandi eigenda, út vinnu við að fullgera húsin. B var
falið að ljúka teikningum og gera útboðsgögn fyrir verkið og notaði hann, sem upplýsingar,
teikningar gerðar af A án samþykkis hans. Þetta telur A vera m.a. brot á stéttarreglum VFÍ. B
gat ekki fallist á þá skoðun, enda hafi hann einungis notað stimplaðar teikningar A, sem liggja
frammi hjá byggingafulltrúa Garðabæjar. Hann taldi og að vegna gjaldþrots og skipta á þrota-
búi X hf„ séu allar kröfur vegna skuldbindinga þess félags við hönnuði endanlega úr sögunni.
Ennfremur taldi A að framkoma B hafi verið ámælisverð í sambandi við framhald verksins.
B bar þær ásakanir af sér.
Af öllum ofangreindum upplýsingum fengnum og að vel yfirlögðu ráði, taldi siðanefnd
VFÍ: - að B hafi ekki brotið stéttarreglur Verkfræðingafélags íslands, og - að ekki sé óeðlilegt
að A hafi vísað meintu broti B til framkvæmdastjórnar Verkfræðingafélags Islands.
Ofangreindar niðurstöður ásamt ýmsum gögnum málsins voru send framkvæmdastjórn VFÍ
með bréfi nefndarinnar frá 8. apríl 1992.
Nefndin tók síðan til við að endurskoða stéttarreglur VFÍ. Að loknum níu fundum í nefnd-
inni sendi hún framkvæmdastjórn VFI þann 11. desember 1992, tillögu að siðareglum VFÍ.
Við samningu siðareglnanna studdist nefndin m.a. við siðareglur FEANI og ritið Siðareglur
eftir Sigurð Kristinsson, sem gefið var út af Siðfræðistofnun Háskóla Islands 1991. Auk þess
naut nefndin góðra ráða frá Siðfræðistofnun og Róbert H. Haraldsson, starfsmaður hennar
mætti á tveim fundum nefndarinnar.
Nefndin lagði til að tillagan yrði kynnt félagsmönnum hið fyrsta, og stefnt yrði að því að
leggja hana fram til samþykktar á aðalfundi VFÍ að vori.
Framkvæmdastjórn VFI sendi tillögur nefndarinnar til lögmanns VFÍ, Arnljóts Björnssonar,
prófessors, ásamt nokkrum athugasemdum sínum. Alit Arnljóts og athugasemdir fram-
kvæmdastjórnar voru síðan sendar siðanefndinni. A 17. fundi nefndarinnar, þann 28. janúar sl.
var tekin afstaða til athugasemda framkvæmdastjórnar og bréf sent til hennar. Nefndin sat fund
framkvæmdastjórnar í gær 2. mars til að ræða málin. Náðist þar samkomulag um að breyta
orðalagi á nokkrum greinum. Nefndin hélt síðan fund, gekk frá endurskoðuðu orðalagi og
sendi framkvæmdastjórn. Lagði nefndin til að framkvæmdastjórn mundi kynna þær og leggja
síðan fyrir aðalfund VFÍ1993.
Ragnar S. Halldórsson, fonnaður (sign.)
11.5 Útgáfunefnd VFÍ
Útgáfunefnd VFÍ skipuðu eftirtaldir:
Árni Geirsson, formaður
Guðjón Kárason, ritari.
Stefán Ingólfsson
Birgir Jónsson, ritstjóri Árbókar
Ragnar Ragnarsson, skrásetjari tækniannáls
Ólafur Bjarnason, fulltrúi í ritstjórn AVS