Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 91
Lög og reglur 89
I tillögunni skal taka fram, hvorl hætta skuli umræðum strax, eða þegar þeir hafa talað, sem
á mælendaskrá eru. Tillagan skal vera skrifleg.
Atkvæðagreiðsla fer fram þannig, að þeir, sem greiða atkvæði, rétta upp hönd, nema þegar
skrifleg atkvæðagreiðsla er fyrirskipuð í lögum félagsins eða fimm fundarmenn ki'efjast hennar.
Afl atkvæða ræður úrslitum, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum félagsins.
Tillögur í sama máli skal bera undir atkvæði í sömu röð og þær koma fram. Þó skal, ef til-
lögur ganga mislangt, bera þá tillögu upp fyrst, sem lengst gengur. Breytingatillögu skal bera
upp á undan aðaltillögu. Tillögu, sem felld hefur verið, má ekki bera upp aftur á sama fundi.
Sá, sem flest atkvæði fær við nefndarkosningu, fyrstur er tilnefndur, ef atkvæði eru jöfn eða
nefnd sjálfkjörin, og fyrstur talinn, þegar nefnd er skipuð, skal kalla nefndina saman á fyrsta
fund og stjórna starfsskiptingu í nefndinni.
Það skal vera regla að leiða ekki mikilsvarðandi mál til lykta á þeim fundi, sem þau eru borin
fram á, nema þeirra hafi verið getið í fundarboðinu og með svo löngum fyrirvara, að félags-
menn hafi haft tíma til að kynna sér þau.
Þó má afgreiða slík má á einum fundi, ef 2/3 fundarmanna samþykkja það, enda standi svo
á, að afgreiðsla málsins þoli enga bið.
3 Siðareglur Verkfræðingafélags íslands
(Samþykktar 29. mars 1955 með breytingum á aðalfundi VFÍ 24. mars 1993.)
Verkfræðingar skulu kosta kapps um að tæknilegar lausnir hæfi einstökum verkefnum og séu
einstaklingum og almenningi til heilla. Verkfræðingar skulu í starfi fylgja bestu faglegu vinnu-
brögðum, virða rétt annarra og sýna umhverfinu fyllstu virðingu.
1- Um viðskiptavini
Viðskiptavinur er bæði sá (verkkaupi eða vinnuveitandi), sem felur verkfræðingi verk, og sá
sem nýtur hinnar tæknilegu lausnar.
!• grein. Verkfræðingar skulu í störfum sínum leggja sig fram urn að gæta hagsmuna við-
skiptavina sinna. Þeim ber að vinna störf sín án tillits til persónulegra skoðana, stjórn-
mála, þjóðernis, trúarbragða, kynþátta, eða hagsmuna er ekki snerta beint verkefnið sjálft.
2- grein. Verkfræðingi ber að sýna sanngirni og réttsýni í hvívetna. Hann virðir lög stéttar
sinnar og samfélags.
3. grein. Verkfræðingi er skylt að gera viðskiptavini sínum kunnugt um fjárhagslega hags-
muni, frændsemi, ráðgjöf, samstarf, eða viðskiptaleg samskipti, sem gætu gert starf hans í
þágu viðskiptavinarins tortryggilegt.
4. grein. Verkfræðingi sem tekur að sér verk fyrir verkkaupa er óheimilt að taka við þóknun
eða fríðindum frá þriðja aðila í sambandi við verkið, nema samþykki verkkaupa komi til.
5- grein. Verkfræðingi ber að afla sér nákvæmrar skilgreiningar á því verkefni sem honum er
falið. Verkfræðingur skal ætíð gera viðskiptavini grein fyrir áætluðu umfangi verkefnisins
og fá staðfest að viðskiptavinur geri sér Ijóst hvað í því felst. Ennfremur skal verkkostn-
aður áætlaður.
*>• grein. Nú tekur verkfræðingur að sér verkefni sem er hluti stærra verks. Skal hann þá
gaumgæfa forsendur og áreiðanleika upplýsinga sem fást úr öðrum verkhlutum, enda ber
hann ekki aðeins siðferðilega ábyrgð á sínum verkhluta, heldur verkinu í heild með þeim
sem að öðrum verkhlutum standa.