Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 133
TækniannáH 1992 131
um ál- og jámblendiframleiðslu. Verulegur halli varð einnig á rekstri Landsvirkjunar. Umsvif í
verslun minnkuðu og einhver samdráttur varð í þjónustugeiranum. í samgöngum var afkoman
slæm og halli í flugrekstri og flutningum á sjó.
2.5 Fjármál hins opinbera
Framvinda opinberra fjármála var um margt hagstæðari árið 1992 en árið á undan. Bráða-
birgðatölur um afkomu hins opinbera (ríkissjóðs og sveitarfélaga) sýna 10,4 mia.kr. tekjuhalla
borið saman við 13,2 mia.kr. halla árið 1991. Sem hlutfall af landsframleiðslu svaraði tekju-
hallinn til 2,7% í fyrra en 3,4% í hittiðfyrra. Lánsfjárþörf opinberra aðila í heild ntinnkaði
einnig verulega. Þannig nam hrein lánsfjárþörf þeirra 7,7% af landsframleiðslu árið 1992 en
10,5% 1991.
Heildartekjur hins opinbera voru rúmlega 137,3 mia.kr. á árinu 1992 eða 35,9% af lands-
framleiðslu. Þar af nárnu skatttekjur 126,6 mia.kr. Beinir skattar, þ.e. tekju- og eignarskattar,
skiluðu hinu opinbera 47,2 mia.kr. og óbeinir skattar, þ.e. veltu- og framleiðsluskattar, rúm-
lega 79,4 mia.kr. í ríkissjóð runnu ríllega 108 mia.kr. og 29 mia.kr. til sveitarfélaga.
Heildarútgjöld hins opinbera námu 147,7 mia.kr. á árinu 1992, eða 38,7% af landsfram-
leiðslu, samanborið við 148,1 mia.kr. árið 1991. Útgjöldin lækkuðu því lítillega milli áranna í
krónum talið og enn nteira að raungildi.
Þrír stærstu útgjaldaflokkar hins opinbera eru heilbrigðismál, fræðslumál og félagsmál. Til
þeirra málaflokka fer um helmingur útgjalda hins opinbera eða sem svarar til um 19% af lands-
framleiðslu.
2.6 Peningamál
Lánsfjárþörf: Lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs var helmingi minni í fyrra en árið áður. Sam-
kvæmt bráðabirgðatölum var hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs 8,1 mia.kr. í fyrra, sem svarar til
2,1% af landsframleiðslu. Árið 1991 nam lánsfjárþörfin hins vegar 15,9 ntia.kr. eða 4,2% af
landsframleiðslu. Til samanburðar má nefna að lánsfjárþörf áranna 1986-1990 nam að meðal-
tali 2,4% af landsframleiðslu.
Húsnæðisstofnun ríkisins er stærsti einstaki lántakandinn á innlendum lánsfjármarkaði.
% %
1990 1991 1992 1993
Mynd 1 Raunávöxtunarkrqfd spariskírteina og húsbréfa á Verðbréfaþingi íslands og meðalvextir af
vísitölubundnum útlánum bankanna. Heimild Þjóðhagsstofnun.