Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 144
142 ÁrbókVFÍ 1992/93
Mynd 9 Heildarútlán og keypt fasteignaverðbréf pr.
31.12.1992, skipt á sjóði stofnunarinnar. Milljónir
króna og Itlutfallsleg skipting. Heimild Húsnæðis-
stofnun ríkisins.
Húsnæðisstofnunin er eina lánstofn-
unin í landinu, sem starfar alfarið og
einvörðungu á félagslegum grundvelli.
Allt frá því að hún var sett á laggirnar
árið 1957 hefur allt hennar starf byggst
á þeim forsendum að fjölskyldurnar í
landinu ættu ótvíræðan og skilyrðislaus-
an rétl á húsnæðislánum frá henni.
Starfsemi stofnunarinnar hefur myndað
grundvöll að „eignaríbúðastefnunni"
svonefndri og tryggt það að hartnær
allar fjölskyldur í landinu hafa getað
búið í eigin íbúð. Varpi ríkisvaldið
þessari stefnu fyrir borð mun önnur
stefna taka við, sem hætta er á að ein-
kennist af einstaklingsbundnum ákvörð-
unum viðskiptabanka og sparisjóða. Þá
verður það bónarvegurinn sem gildir.
Rekstur: Á árinu 1992 námu lánveitingar Húsnæðisstofnunar ríkisins til húsnæðismála sam-
tals 18,7 mia.kr., þegar allt er talið. Samanburður sýnir að þar er um að ræða 34% lækkun að
raunvirði frá árinu á undan. Lánveitingar skiptust í þrennt. í fararbroddi fór húsbréfadeild
Byggingarsjóðs ríkisins, er veitti húsbréfalán að fjárhæð 12,6 mia.kr. í kjölfar hennar kom
Byggingarsjóður verkamanna, sem greiddi út lán að fjárhæð 5,3 mia.kr. Loks kom hin almenna
lánadeild Byggingarsjóðs ríkisins, en útborguð lán hennar námu 0,8 mia.kr. Þetta mikla ljár-
magn var veitt til byggingar og kaupa á samtals 5.992 íbúðum, auk heimila fyrir eldra fólk og
dagvistunarstofnana fyrir það sem og fyrir börn.
Á árinu 1992 nam fjárstreymi til stofnunarinnar samtals 31,5 mia.kr. Samsvarar það 8%
raunvirðisaukningu frá fyrra ári. Langöflugasta fjáröflunarleiðin á árinu var útgáfa húsbréfa,
sem nam 12,4 mia.kr. Sala skuldabréfa til lífeyrissjóða var enn sem fyrr mjög mikilvæg tjár-
magnsleið. Nam hún 7,4 mia.kr., sem er 23% af innstreymi fjármagns til stofnunarinnar. Á
þessu ári greindist hún í tvennt. Var þar annars vegar um að ræða samningsbundna sölu
skuldabréfa og hins vegar sölu húsnæðisbréfa á uppboðsmarkaði. Síðast en ekki síst ber að
nefna endurgreiðslur, vexti og vísitölubætur af lánveitingum stofnunarinnar er samtals námu
10,3 mia.kr.
5 Orkumál
5.1 Orkunotkun og orkuvinnsla
Notkun á frumorku í þjóðarbúskap íslendinga á árinu I992 var 2.086 þúsund tonn að olíugildi
eða 87,6 petajoule (PJ) í stað 2.000 (leiðrétt tala frá fyrri tækniannál) tonna á árinu 1991. Með
frumorku er átt við orkuna eins og hún kemur inn í þjóðarbúskapinn, þ.e. áður en umbreyting
úr einu orkuformi í annað (þ.e. orkuvinnsla) hefur átt sér stað innan hans.
Hér er notuð orkueiningin petajoule (PJ) fyrir frumorku úr mismunandi orkulindum á sama
hátt og alþjóðleg samtök á orkusviðinu gera.