Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 190
188 ÁrbókVFÍ 1992/93
lagi eða er fylgt eftir með hefðbundinni sprengitækni í botni ganganna. Heilborun hefur mest
verið notuð í tengslum við vatnsorkuver og vatns-, skólp- og leiðslulagnir undir borgum, enda
er hringlaga þversnið með sléttum veggjum kjörið fyrir slíkan flutning. Á nokkrum stöðum
hefur þessi tækni einnig verið notuð við veggöng. Þar eð þversnið slíkra ganga þarf að vera
skeifulaga verður annað hvort að fylla upp í botn hringsins, notahann sem nk. „leiðslukjallara",
eða hafa hringinn minni og sprengja síðan út sléttan flöt í botninum. Reynslan sýnir að heilbor-
un getur við vissar aðstæður verið hagkvæmari en hefðbundin tækni, en það er mest háð vali á
þversniði, jarðfræðilegum aðstæðum og því hvort styttri framkvæmdatími skilar hagnaði.
Aðstæður til heilborunar á íslandi eru fremur óvissar þótt sú tækni hafi töluvert verið
hugleidd í tengslum við virkjanir. Nú hefur þannig verið ákveðið að þegar Fljótsdalsvirkjun
verður byggð munu 28 km af alls 34 km löngum jarðgöngum virkjunarinnar verða unnir með
heilborun (5 m þvermál). Á hönnunarstigi vegganga á Austfjörðum er sjálfsagtað skoðamögu-
leika á heilborun í fullri alvöru, þótt kostirnir séu ekki jafn augljósir og í virkjanagöngum.
2.6.3 Framkvæmdahraði (7.3.) Reynslan úr Olafsfjarðarmúla og þeim hluta sem þegar hefur
verið unninn undir Breiðadals- og Botnsheiði sýnir að raunhæft er að reikna með um 2 km
framkvæmdahraða á ári. Þá er miðað við eitt „úthald“ og vinnu allan sólarhringinn en töluverð
frí inn á milli. Oftast er unnt að ná rúmlega tveimur sprengingum á sólarhring sem gefur um 10
m í lengd og þá 50-60 m á viku. Algengt er að starfsmenn við framkvæmdir séu 7 á hverri vakt
og þá rúmlega 20 í allt þegar eingöngu er unnið við gangagerð. Framangreindur tími miðast
við sjálfan jarðgangagröftinn, en síðan er töluverð vinna eftir við ýmsan frágang, gerð akbraut-
ar, lýsingu og fleiri atriði.
Ef farið verður í samfelldar framkvæmdir við gerð 16 km jarðganga á Austíjörðum er ólfk-
legt annað en unnið yrði a.m.k. á tveimur stöðum í einu. Jarðgangagröfturinn tæki þá 4 ár og
síðan má reikna með 2 árum í undirbúning og frágang þannig að heildarverktíminn gæti orðið
um 6 ár.
2.6.4 Fjármagnsþörf (7.4.) Áætlaður heildarkostnaður við jarðganga- og vegaframkvæmdir
sem tilheyra því samgöngumynstri sem nefndin mælir með, er um 6.100 m.kr. Ef gengið er út
frá þeim framkvæmdahraða sem í kafla 7.3. er talinn eðlilegur, yrði árleg fjármagnsþörf um
1.000 m.kr. að meðaltali. Þessi upphæð yrði að sjálfsögðu lægri með minni
framkvæmdahraða, en um leið er líklegt að verkið yrði óhagkvæmara og dýrara.
2.7 Verkefni og röðun þeirra (2.1.)
Nefndin hefur í störfum sínum miðað við, að Austfjarðagöng (tenging Norðfjarðar og Seyðis-
fjarðar) voru tekin með í drögum að langtímaáætlun 1991-2002, og þar gert ráð fyrir verk-
byrjun síðast á öðru tímabili áætlunarinnar, 1998. í samrænii við erindisbréf sitt hefur hún að
auki skoðað flesta jarðgangakosti á Austurlandi, sem til álita geta komið á næstu áratugum.
Nefndin leggur til að framkvæmdum við gerð jarðganga til samgöngubóta á Austurlandi
verði skipt í þrjá áfanga:
Áfangi 1: Jarðgöng sem leysa vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og geta þar með
stuðlað að myndun allþétts byggðakjarna á Mið-Austurlandi með um 7.000 íbúum. í
lillögunum er reiknað með þrennum jarðgöngum, milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar,
Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Héraðs, alls 16-18 km eftir tilhögun
mannvirkja. Heildarkostnaður er áætlaður 6-7 mia.kr.
Áfangi 2: Jarðgöng sem tengja einstök byggðarlög við þetta kjarnasvæði. Þar er í fyrsta lagi átt