Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 290
288 ArbókVFI 1992/93
andi: I stað þess að leið straumsins nú sé um L2y, bakvaf Y-Y spennis og Lly til jarðar, þá
hafa tveir lokar raðtengst, þ.e. L2y og L5y. Þetta jafngildir að sjálfsögðu skammhlaupi yfir
neðri brú áriðilsins, frá punkti c til jarðar. Þegar loki L2y kveikir, við upphaf straumskiptingar-
innar frá L6y, fellur jafnspennan yfir áriðilinn því niður í hálft gildi þess sem áður var.
Þegar hér er komið sögu er algengt að feillinn í neðri brúnni verði til þess að sagan endurtaki
sig við fyrsta tækifæri í þeirri efri. Við tvöfaldan feil af þessu tagi verður nánast fullkomið
skammhlaup á jafnstraumshlið áriðilsins í gegnumfjórarþýristorblokkir. Orkansem geymd er í
sæstrengnum leysist þá úr læðingi og afhleðslustraumurinn leitar út úr strengnum eftir þessari
leið.
Tvöfaldur straumskiptifeill er sýndur á mynd 5, eins og truflunin lýsir séránokkrum stöðunt
í riðstraums- og jafnstraumskerfi við áriðilsstöð. Hér er tímaásinn núllstilltur við upphaf
skammhlaups í riðstraumskerfi móttökuendans, en það er notað til að koma atburðarásinni af
stað. Efst má sjá riðspennuna á áriðilsteinum, en svipul lækkun hennar er orsök straumskipti-
feilsins í þessu tilviki. Skammhlaupið á jafnstraumshlið lýsir sér vel í ferli jafnspennunnar eins
og sést á mynd 5(b). Jafnspennan fellur úr venjulegu rekstrargildi niður í núll í tveimur áföng-
um. Fyrra samfallið verður í kjölfar feils f l í neðri brúnni, eins og sést á (c)-hluta myndarinnar.
Það síðara fylgir svo feil f2 í efri brúnni, sbr. 5(d). Neðst á myndinni er heildarafhleðslu-
straumurinn frá strengnum sýndur.
6 Tölvuhermun á háspenntu jafnstraumssambandi
Til að skoða í smáatriðum svipul áhrif straumskiptifeila á afhleðslustraum frá löngum sæ-
streng, og hvernig afhleðslustraumurinn er háður ýmsum þáttum orkuflutningskerfisins, var sett
upp nákvæmt tölvuhermilíkan með EMTP (Electro Magnetic Transients Program). í líkani fyrir
straumbreytistöðvarnar er hver þýristorblokk táknuð sérstaklega, þannig að hægt er að hafa
áhrif á verkun hverrar um sig með kveikipúlsi viðkomandi blokkar. Sjálfvirkt stjórnkerfi
straumbreytistöðvanna, sem myndar kveikipúlsana og reglar bæði straum og spennu í jafn-
straumskerfinu, er táknað í smáatriðum. Líkan riðstraumskerfanna er spennugjafi á bak við
samviðnám, og er þá fyrst og fremst tekið tillit til skammhlaupsafls á riðstraumsteinum við-
komandi straumbreytistöðvar. Lfkan sæstrengsins er raðtenging pí-jafngilda sem hvert uni sig
jafngildir 100 km löngum streng.
Straumskiptifeilarnir eru not-
aðar til að fá fram afhleðslu, þ.e.
skammhlaup, í annan enda strengs-
ins. Feilarnir eru framkallaðar í
móttökuendann, þ.e. við áriðils-
stöðina, nteð því að lækka skyndi-
lega riðspennuna á teinum áriðils-
ins um fyrirfram ákveðið gildi.
Þetta er gerl með því að setja inn
skammhlaup til jarðari riðstraums-
kerfinu hæfilega langt frá áriðils-
stöðinni.
Til þess að bera saman niður-
Mynd 6 Afhleðslustraumurfrá mismunandi löngum
sœstrengjum.