Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 151
TækniannáH 1992 149
sér nokkurt gengistap. Á heildina litið voru breytingar á fjármagnsliðum því iðnaðinum mjög
óhagstæðir. Á móti þessari óhagstæðu þróun vegur afnám aðstöðugjalds í iðnaði sem áætlað er
að numið hafi rúmlega 600 m.kr. árið 1992.
Ljóst er að afkoma almenns iðnaðar var miklu verri á árinu 1992 en árið 1991. Utreikningar
Félags íslenskra iðnrekenda benda til að rekstrartap iðnaðar án stóriðju hafi aukist um 2,5%
mælt sem hlutfall áf tekjum. Ef afstöðugjald hefði ekki verið felll niður þá er áætlað að
rekstrartap hefði aukist um 3,1% sem hlutfall af tekjum.
Hvað stóriðjufyrirtækin varðar, minnkaði tap álvers ísals á árinu um sem nemur 5,7% af
veltu vegna lægra hráefnaverðs og hagræðingar í rekstri. Þrátt fyrir þetta nemur rekstrartap
lyrirtækisins 11% af vellu. Afkoma Islenska járnblendifélagsins versnaði hins vegar til muna á
síðasta ári enda var það þriðja samdráttarárið í röð í framleiðslu kísiljárns í heiminum. Talið er
að ástand hafi aldrei áður verið jal'n slæmt í þessum iðnaði frá upphafi. Áætlað er að árið 1992
hal'i rekstrartap félagsins aukist um 1,7% af veltu frá fyrra ári, í 29,1 % árið 1992 úr 27,4% árið
1991.
Markaðshlutdeild: Félag íslenskra iðnrekenda hefur um árabil gengist fyrir könnun á mark-
aðshlutdeild innlendrar framleiðslu í nokkrum greinum iðnaðarins. Þessar greinar eru hrein-
lætisvöruframleiðsla, kaffibrennsla, málningavöruframleiðsla, sælgætisgerð og frá ársbyrjun
1988 öl- og gosdrykkjaframleiðsla. Könnunin er gerð ársljórðungslega í samvinnu með Hag-
stofu íslands.
Helstu niðurstöður eru að innlend framleiðsla virðist hafa haldið markaðshlutdeild sinni
nokkuð vel í llestum greinum á seinasta ári.
Starfsskilyrði: Miklar breytingar urðu á rekstrarskilyrðum fyrirtækja með tilliti til skattlagn-
ingar á undanförnu ári. Sjaldan eða aldrei hafa jafn miklar breytingar sem snúa gagngert að
atvinnulífinu átt sér stað í þessum málaflokki.
Ráðstafanir voru gerðar í ríkisfjármálum. Gjald var sett vegna ábyrgðarsjóðs launa til að
tryggja vinnulaunakröfu launþega á hendur vinnuveitanda við gjaldþrot. Lögbundið framlag
ríkissjóðs lil Iðnlánasjóðs var afnumið. Sérstakt vörugjald skv. hafnalögum var lagt á vörur,
sem er umskipað , lestaðar eða losaðar í höfn. Gjaldið svarar til 25% álags á vörugjöld önnur
en aflagjald. Lagður var víðtækari jöfnunartollur (verðjöfnunargjald) á ýmsar innlluttar sam-
keppnisvörur og hætt var að greiða niður innlent landbúnaðarhráefni til framleiðslu iðnvarn-
>ngs sem seldur er á innlendan markað. Jöfnunargjald á innfluttan iðnvarning var fellt niður.
I lok desember voru gerðar víðtækar breytingar á skattlagningu fyrirtækja í tengslum við
elnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hámark á skattfrjálsum fengnum arði var lækkað úr 15%
al'nafnverði hlutabréfs í 10%. Tillög í Fjárfestingasjóð eru ekki lengur frádráttarbær frá skatti.
Tekjuskattur einstaklinga er hækkaður úr 32,8% í 34,3%. þ.e.a.s. skatthlutfall hækkar úr
39,85% í 41,34%. Sérstakur 5% hátekjuskattur er lagður á tekjur einstaklinga yfir 2,4 m.kr. og
hjóna yfir 4,8 m.kr. Samkvæmt lögum er um tímabundna ráðstöfun að ræða fyrir árin 1994 og
1995. Tekjuskattur lögaðila er lækkaður úr 45% árið 1992 niður í 39% árið 1993 og 33% frá
og með árinu 1994. Skattstofn tryggingagjalds er breikkaður þannig að hann nái til framlags
vinnuveitanda í lífeyrissjóð umfram 6% af launum og einnig til bifreiðastyrks til launþega.
Frádráttur vegna fjárfestinga í atvinnurekstri er þrepaður niður á árunum 1993-1997 og fellur
niður frá og með árinu 1998. Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði er framlengdur
út árið 1993. Skatturinn nernur 1,5% af fasteignamatsverði í árslok 1992. Gjaldstofn
virðisaukaskatts var breikkaður með 14% gjaldhlutfalli.