Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 198
196 ÁrbókVFÍ 1992/93
5 Mengunarlaus nýting auðlinda
Sennilega hafa fá vötn í heiminum verið rannsökuð eins mikið og Mývatn. Á síðustu áratugum
hafa fjölmargar skýrslur verið skrifaðar og gífurlegri þekkingu verið safnað saman um þetta
einstæða vatn. Kísiliðjan hefur kostað stóran hluta þessara rannsókna.
Árið 1991 kom út álit sérfræðinganefndar um Mývatnsrannsóknir, sem hafði verið að störf-
um frá I986, en verkefni hennar var að gefa sérfræðilegt mat á áhrifum af starfsemi Kísil-
iðjunnar á vatnið. Höfðu þær rannsóknir kostað um 60 m.kr.
Meginniðurstaða nefndarinnar var sú að ekki hefði tekist að tengja sveiflur í dýrastofnum
Mývatns til starfsemi Kísiliðjunnar. í skýrslunni kemurþetta m.a. fram:
Ekki fosfóraukning: Heildaraukning næringarefnanna niturs og fosfórs er svo lítil frá árinu
1969 að þeirra gætir ekki mælanlega í vatninu.
Engin mengun: Sódi og brennisteinssýra, sem noluð eru í Kísiliðjunni, berast ekki í skaðlegu
formi til Mývatns, miðað við núverandi vinnslurás verksmiðjunnar.
Dælt af litlu svæði: Á aldaríjórðungi hefur aðeins verið dælt af 2,5 ferkílómetra svæði (í Ytri-
flóa), en það samsvarar 6,7% af heildarnatarmáli Mývatns.
Heppilegra til veiða: Aðstæður til að nýta Ytrillóa til veiða hafa batnað og áhrif kísilgúrdæl-
Skiptar skoðanir um vatnið
Um langt skeið hafa íbúar við Mývatn og
aðrir, skipst á skoðunum um ástæðurnar
fyrir sveinunum í lífríki þess. Þær um-
ræður hófust löngu áðuren Kísiliðjan kom
til sögunnar.
Andstæðingar Kísiliðjunnar vilja kenna
henni um allar ófarirnar í lífríkinu og gera
hana að allsherjar blóraböggli vegna
minnkandi veiði og færri fugla á Mývatni.
En aðrir náttúruverndarmenn, m.a. í hópi
bænda við vatnið, hafa verið annarrar
skoðunar og sumir fullyrt að kísilgúrnám
af botni Mývatns geri því gott:
Stafar af miklu leyti af ofveiði
„Veiðin hefur alltaf gengið í öldum, alltaf
verið áraskipti að silungsmagni í vatninu
og byggist það vafalaust á tíðarfarinu hve
vel seiðunum gengur að komast upp. Það
er órannsakað mál. Hins vegar er þess ekki
að dyljast að hið alvarlega veiðileysi nú
stafar að miklu leyti af ofveiði á undan-
förnum árum,“
(Starri í Garði, Þjóðviljinn 1959)
Bullandi líf á Ytriflóa
„Um 1940 var Ytriflóinn að mestum hluta
ógróinn leirbotn með lágum mararbrúskum
hér og þar. Ytri hluti llóans var meira gró-
inn og austur frá Slútnesi var þá orðið mar-
arhaf', þ.e. gróðurinn náði langt upp úr vatn-
inu. - Þar sem Kísiliðjan hefur dælt og
dýpkað flóann er nú bullandi líf, bæði fyrir
fugl og silung.“
(Jón A. Sigfússon, búið við Ytriflóa
í 62 ár. Mbl. 21/1 1992.)
Ætíð miklar sveiflur
„En það er til bókhald yfir fjölda eggja
sem Mývatnsbændur hafa tekið, alveg frá
aldamótum á sumum bæjum. Af þeim
heimildum má ráða að það hafa orðið
gífurlegar sveiflur í fugli. Um 1918 hafa
átuskilyrði breyst mjög til hins betra og þá
fjölgaði hreiðrum mjög mikið. Síðan varð
algjört hrun frá þvf og það er ljóst að þetta
hefur verið mjög sveiflukennt síðan.“
(Arni Einarsson, líffrœðingur,
Þjóðviljinn 3/7 1988.)