Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 300
298 ÁrbókVFÍ 1992/93
tilraunum og reynslu annars staðar frá og hafa verið notaðar af fjölmörgum aðilum í sam-
bærilegum líkönum, sjá t.d. Delo & Ockenden (1992), Teisson (1991), Luettich o.ll (1990),
Mehta (1988) og Warren o.fl. (1992).
5 Kvörðun líkans
Áður en hægt er að beita líkaninu til að spá fyrir um setllutninga innan vatnsins er nauðsynlegt
að kvarða það þannig að það falli sem best að þeim mælingum sem fyrir hendi eru, en víðtækar
mælingar á straumhraða, vatnshæð, magni svifaurs og fleiru fóru fram sumarið 1992, auk þess
sem stuðst var við eldri inælingar sem fyrir hendi voru. Þannig var líkanið keyrt samkvæmt
veðurmælingum sem gerðar voru við vatnið og þeir stuðlar sem inn í það ganga stilltir af þann-
ig að reiknaðir straumar og setflutningar falli sem best að þeim mælingum sem tiltækar eru.
Sérstök áhersla var lögð á fjóra „atburði“, þ.e. tímabil með miklum vindhraða. Þessi tímabil
eru 3.-6. júní, 15.-20. júní, 25.-28. ágúst og 5.-12. september. í tveimur fyrstu atburðunum
voru suðvestlægar vindáttir ríkjandi, en það er algengasta vindáttin við Mývatn þegar vind-
hraði er mikill. I síðari tveimur atburðunum var vindátt norðlæg.
Straumlíkanið var stillt af miðað við mælda vatnshæð á fjórum stöðum í vatninu og mældan
straumhraða á alls sex stöðum. Mikilvægasti stuðullinn við kvörðun þess er Chezy-stuðullinn,
C, sem lýsir núningskrafti við botn. Það gildi sem gaf besta samsvörun við mælingarnar var
C = 60 m1/2/s, en stuðullinn var hafður sá sami alls staðar í vatninu þar eð engar upplýsingar eru
fyrir hendi um breytileika hans innan vatnsins, þótt vafalaust sé hann töluverður. Á myndum
2(b), (c) og (d) er sýnt dæmi um mælda og reiknaða vatnshæð við Álftagerði dagana 17.-20.
júní, ásamt straumhraða og straumstefnu í vestara Teigasundi, en á þessu tímabili var vindur
hvass af suðvestan. Athyglisvert er að sjá hversu miklar vatnsborðsbreytingar verða í vatninu
vegna vindspennunnar á yfirborð þess og jafnframt hve vel reiknuð vatnshæð svarar til þeirrar
mældu. Eins koma skýrt fram verulegar sveiílur í rennsli í Teigasundunum inn og út úr Ytri-
flóa, bæði í líkaninu og mælingunum. Það skal tekið fram að straumhraðamælingar vantar á
þessu tímabili, þótt straumstefnumælingar séu til staðar.
Öldulíkanið var ekki stillt sérstaklega af, en öldumælingar á vatninu sumarið 1990 og
samanburður við ölduspá samkvæmt sömu líkingum og hér eru notaðar og lýst var hér á undan
sýndi ágætt samræmi milli mælinga og spár (Helgi Jóhannesson og Sturla Fanndal Birkisson,
1991).
Við stillingu setflutningalíkansins var að mestu stuðst við mælingar á svifaur sumarið 1992,
en minni áhersla lögð á setgildrumælingar vegna meiri ónákvæmni þeirra. Stilla þarf af nokkra
stuðla með tiltölulega takmörkuðum upplýsingum, t.d. er mjög lítið vitað um styrk botnsins í
vatninu eða breytileika hans innan vatnsins, svo dæmi sé nefnt. Auk þess er í líkaninu til ein-
földunar gert ráð fyrir föstum sethraða, þótt vitað sé að sethraðinn geti verið mjög breytilegur
vegna kornastærðardreifingar svifaursins, samloðun hans og fleiri þátta. Það er því ljóst að set-
Mynd 2 Samanburður á niðurstöðum reiknilíkans og mœlingum á tímabilinu 17.-20. júní 1992.
(a) Mœlditr vindliraði á Geiteyjarströhd.
(b) Mœld og reiknuð lœkkun vatnshœðar við Álftagerði.
(c) Reiknaður straumhraði í vestara Teigasundi.
(d) Mœld og reiknuð straumstefna i vestara Teigasundi.
(e) Mteldur og reiknaður styrkur svifaurs á norðanverðum Bolum.
(f) Mceldur og reiknaður styrkur svifaurs í norðanverðum Ytriflóa.