Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 56
54 ArbókVFI 1992/93
Einingar íðorðakerfis eru hugtökin sem fræðigreinin byggist á. íðorðasafn okkar er þvf safn
íslenskra skilgreininga á hugtökum ásamt íslenskum íðorðum um þau og samsvarandi íðorðum
á nokkrum erlendum tungum. Við leitumst við að leysa verkið af hendi í samræmi við þá
íðorðafræði (termínólógíu), sem hefur verið að þróast í öðrum löndum á undanförnum árum,
og er í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðlegu staðlastofnunarinnar (ISO) um það efni.
Verður nú getið starfa hvors vinnuhóps um sig á árinu 1992.
Vinnuhópur A. I honum voru Bragi Þorsteinsson, Einar B. Pálsson, Eymundur Runólfs-
son, Halldór Sveinsson, Olafur Jensson, Páll Flygenring, Pétur Ingólfsson og Sigmundur Frey-
steinsson.
Fundir voru haldnir reglulega einu sinni í viku, síðdegis á þriðjudögum, nema um hásumar-
ið. Þeir voru haldnir í húsakynnum Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68. Enn sem fyrr á orða-
nefnd Landsvirkjun þökk að gjalda fyrir gestrisni. Hinn 24. nóvember 1992 hélt vinnuhópur-
inn 400. fund sinn.
Vinnuhópurinn hélt 27 fundi á árinu 1992. A þeim var að langmestu leyti fjallað um hugtök
um fráveitur, alls um 180 hugtök. Einar B. Pálsson annaðist undirbúning þess íðorðasafns.
Aðstoð veittu verkfræðingarnir Hilmar Sigurðsson og Hafsteinn Helgason.
Vinnuhópur B. í honum voru Einar B. Pálsson, Hjörtur Þráinsson, Ólafur Jensson, Ragnar
Sigbjörnsson og Sigurður Brynjólfsson. Þeir Einar og Ólafur voru því í báðum vinnuhópum.
Vinnuhópurinn hélt 14 fundi á árinu, oftast síðdegis á föstudögum. Fundirnir voru haldnir í
húsakynnum Verkfræðistofnunar Háskóla íslands.
Verkefni vinnuhópsins er íðorðasafn um aflfræði, og var fjallað á árinu um 90 hugtök á því
sviði. Þau voru flest um sveiflur og bylgjur. Ætlunin er, að þau verði jafnframt notuð í íðorða-
safni nefndarinnar um jarðfræði sem undanfari kafla um jarðskjálfta. Einar B. Pálsson vann að
undirbúningi þessa efnis með aðstoð Hjartar Þráinssonar í Verkfræðistofnun Háskóla fslands.
Vegagerð rfkisins birtir íðorðaskrár til reynslu í tímariti sínu „Vegamál". Árið 1992 voru
birtar þannig 2 síður (A4) af orðasafni um jarðfræði með 28 hugtökum, en áður höfðu verið
birtar 26 síður með 389 hugtökum. Þeir, sem óska, fá þetta efni sent endurgjaldslaust, ef þeir
gera útgáfustjóra Vegagerðar rfkisins viðvart.
Dagana 4, - 6. desember 1992 var haldin ráðstefna í Lundi, er bar heitið „Fagsprák i Nord-
en“. Norræn málstöð (Nordisk spráksekretariat), sem hefur aðsetur í Osló, skipulagði ráðstefn-
una. Formanni orðanefndar var boðið þangað til þess að flytja erindi um „Fagfolks rolle i term-
inologisk sprogplanlægning“ og greina frá verktilhögun og reynslu í orðanefnd okkar, sem er
nokkuð á annan veg en í löndum, þar sem opinberum stofnunum hefur verið komið á fót, sem
eiga frumkvæði að eða stýra íðorðasafni. Um 80 manns sóttu þessa ráðsteínu. Þar mátti finna
glögg merki þess, hversu evrópusamstarf mæðir á málfróðum mönnum norrænna frændþjóða
okkar og hvernig suðræn áhrif seytla inn í fagmál þeirra.
fh. orðanefirdar byggingarverkfrœðinga Einar B. Pálsson
3 Rafmagnsverkfræðingadeild
Starfsemi rafmagnsverfræðingadeildar Verkfræðingafélags íslands (RVFÍ) á félagsárinu 1992
- 1993 hefur verið mjög virk, en þó með hefðbundnu sniði. Haldnir voru 6 félagsfundir, þar á
meðal ráðstefna í tilefni af 80 ára afmæli VFÍ, og 11 formlegir stjórnarfundir.