Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Blaðsíða 62
60 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
til þessa verið að og átt í viðræðum og samstarfi við fulltrúa Iðnaðarráðuneytis. Ráðuneytið
skipaði nefnd til að yfirfara frumvarp um starfsheiti og bauð félögunum að skipa í sam-
einingu einn fulltrúa sem boðið yrði sæti í nefndinni. Vífíll Oddsson var fulltrúi þessara þriggja
félaga og nú liggur fyrir Alþingi fullbúið frumvarp, sem unnið var í nánu samráði við starfs-
heitisnefndina og eru ákvæði í frumvarpinu um að allar umsóknir um starfsheiti leggist fyrir
viðkomandi fagfélag til umsagnar. Frumvarpið var ekki afgreitt á nýliðnu þingi, en fastlega
er búist við því að það gerist á næsta þingi.
15.18 Embætti byggingarfulltrúa - mótmæli VFÍ, TFÍ og AÍ
Arið 1992 sendi VFI bréf til umhverfisráðherra, þar sem mótmælt var ráðningu byggingar-
fulltrúa í Eyjaijarðarsveitum. Itrekað var óskað eftir svari ráðherra, en án árangurs. Bygging-
arlög segja til um hverjir eigi rétt til að skipa umrætt embætti og sóttu hæfir menn um stöðuna,
sem veitt var þeim eina umsækjenda sem uppfyllti ekki skilyrðin. Einn umsækjanda og
félagsmaður VFI lýsti sig reiðubúinn að leggja fram kæru í málinu. Að samkomulagi varð
milli VFI, TFI og AI að veita þessum félagsmanni allan þann stuðning sem félögin gætu.
Leitað hefur verið álits hjá Iögfræðilegum ráðunaut VFI og er kærumál í gangi. Vífíll
Oddsson hefur fylgt málinu eftir f.h. VFI.
15.19 Merkisnefnd VFÍ
Merkisnefnd vinnur tillögur að heiðursveitingum VFI til framkvæmdastjórnar.
16 Gerðardómur
A fimm ára fresti tilnefnir Hæstiréttur íslands þrjá menn til formennsku í gerðardóm VFÍ.
Skipunaratími fyrri dómara rann út á árinu og nú hefur Hæstiréttur tilnefnt þrjá nýja dómara.
Reglur um gerðardóm 3,gr. kveða svo á um að stjórn VFÍ velji formann, svo og l. og 2.
varaformann, er taki sæti í gerðardómnum eftir þeirri röð, sem þeir hafa verið nefndir, ef
aðalmaður víkur sæti sínu eða forfallast.
Gerðardómendur:
Magnús Thoroddsen, hæstaréttarlögmaður, formaður
Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, I. varaformaður
Páll Sigurðsson, prófessor, 2. varaformaður
Ekkert gerðardómsmál var afgreitt á árinu.
17 Styrktarsjóður J.C. Möller frá 6. október 1938
I reglum um J.C. Möller styrktarsjóðinn segir að sjóðsstjórn skuli skipuð þremur mönnum,
einum frá VFÍ, einum frá Kennslumálaráðuneyti (Menntamálaráðuneyti) og þann þriðja
tiinefnir stofnandi sjóðsins, meðan hann lifir og óskar að nota sér réttinn, en eftir það sendi-
herra Islands, eða sá fulltrúi íslands í Kaupmannahöfn, er fer með málefni íslands þar.
Fulltrúi VFÍ er formaður sjóðsstjórnarinnar.
Þann I2. október I994 voru veittir tveir styrkir út sjóðnum, hvor að upphæð D.kr. 7.500,
til rafmagnsverkfræðinema í lokaáföngum við DTH þeim:
Eymundi Sigurðssyni
Guðmundi Jóni Bjamasyni.