Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Blaðsíða 81
Félög tengd VFÍ 79
Fulltrúaráðsfuiidur var haldinn 14. júlí, þar sem nýgerðir samningar við Stéttarfélag
verkfræðinga voru samþykktir. 30. september voru samningar við Stéttarfélag tæknifræðinga
samþykktir eins og áður segir. A þeim fundi var samþykkt ályktun um að FRV-fyrirtæki
veldu fremur fyrirtæki innan félagsins til samstarfs en fyrirtæki utan þess. 25. janúar var
haldinn fundur þar sem fjallað var um aðferðir við val á ráðgjöfum.
Haustfagnaður. Haustfagnaður var haldinn í Síðumúla 15. nóvember.
1.5 Erlend samskipti
FIDIC. Pétur Stefánsson sótti ársfund FIDIC, sem haldinn var í Ástralíu að þessu sinni. Pétur
sótti fundinn á eigin vegum, en fór með atkvæði FRV á fundinum. Bent er á að FIDIC fundir
eru fyrir alla félagsmenn og eru þeir hvattir til að notfæra sér það. Næsti fundur verður
haldinn í Istanbul og fást upplýsingar um hann á skrifstofu félagsins.
RINORD. Hinn árlegi fundur formanna og framkvæmdastjóra norrænu ráðgjafarverk-
fræðinganna var haldinn á íslandi 22.-23. júní sl.
NEFA. NEFA eru óformleg samtök framkvæmdastjóra félaga ráðgjafarverkfræðinga í
norður-Evrópu. Framkvæmdastjóri sótti fund þeirra í Kaupmannahöfn í janúar sl. í gegnum
RINORD og NEFA fást ómetanlegar upplýsingar fyrir félagið, en vandamálin og við-
fangsefnin eru sams konar alls staðar, enda þótt umsvifin séu víðast hvar miklu meiri en hjá
okkur.
2 Stéttarfélag verkfræðinga
2.1 Almennt
Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga (SV) skipuðu Þorvaldur Jacobsen, formaður, Guðrún
Rögnvaldardóttir, varaformaður, Þórhallur Hjartarson, fráfarandi formaður, Finnur Torfi
Magnússon, gjaldkeri, Guðrún Ólafsdóttir, ritari, Snæbjörn Jónsson, útgáfustjóri, Guðbrandur
Guðmundsson, Þorsteinn Sigurjónsson og Árni Geir Sigurðsson meðstjórnendur.
Tveir stjórnarmenn fengu leyfi frá störfum vegna verkefna erlendis; Guðrún Rögnvaldar-
dóttir sem vinnur hjá Evrópska Rafstaðlaráðinu og Finnur Torfi Magnússon sem vinnur að
sérverkefnum í Noregi. Við þökkum þeim ötult starf á árinu og hlökkum til að njóta krafta
þeirra þegar þau snúa aftur til starfa.
Úr stjórn ganga nú Snæbjörn Jónsson, sem tekur sæti í stjórn VFÍ, Þorsteinn Sigurjónsson
og Þórhallur Hjartarson, fráfarandi formaður og þökkum við þeim gott starf.
í stjórn vísinda og starfsmenntunarsjóðs verkfræðinga hjá ríkinu sátu Baldvin Einarsson
og Sigurður Sigurðarson. í stjóm starfsmenntunarsjóðs hjá Reykjavíkurborg voru Þorsteinn
Sigurjónsson og Árni B. Björnsson.
Á síðasta ári bættust við 45 nýir félagsmenn og 3 sögðu sig úr félaginu. Félagsmenn eru
því 695 talsins sem skiptast í 260 hjá ríki, 60 hjá Reykjavíkurborg, 55 hjá FRV og 320 af
öðrum sviðum.
2.2 Framkvæmdastjóri
Stjórn SV nýtti sér heimild aðalfundar og réði Jónas G. Jónasson framkvæmdastjóra
félagsins. Framkvæmdastjóri situr alla stjórnarfundi félagsins, á sæti í öllum samninganefnd-
um, hefur umsjón með greiðslu atvinnuleysisbóta, umsjón starfsmenntunarsjóða félagsins,
umsjón sjúkrasjóðs, auk verkefna fyrir Starfsmiðlun SV og Útflutningsnefnd VFÍ. Þá sér