Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Blaðsíða 164
162 ÁrbókVFÍ/TFÍ 1994/95
14.4.1 Skýrsla nefndar um hönnunarmál starfsárið 1994 - 1995
Nefndin var skipuð á stjórnarfundi TFI 27. apríl 1994. Hlutverk nefndarinnar var að fjalla um
erindi sem félaginu hafa borist og varða hönnunarmál.
Nefndin hélt sjö formlega fundi á starfsárinu auk nokkurra óformlegra funda.
Helstu málaflokkar sem nefndin hefur unnið að eru:
1. Réttindamál og endurskoðun byggingarlaga.
2. Útboð á hönnun.
3. Ymis hagsmunamál tengd þeim sem starfa við hönnun.
14.4.2 Rcttindamál og endurskoðun byggingarlaga
Verkefnin í þessum málaflokki tengjast helst rafmagnstæknifræðingum. Gildandi byggingar-
lög nr. 54 frá 1978 kveða skýrt á um það, hverjir hafa rétt til þess að gera uppdrætti af húsum
og öðrum mannvirkjum. I áraraðir hefur það viðgengist að byggingarlögum og byggingar-
reglugerð hefur ekki verið framfylgt varðandi það hverjir hafa rétt til þess að gera raflagna-
uppdrætti af þeim mannvirkjum sem byggingarreglugerð nær til. Rafmagnsveitur á landinu
hafa séð um að taka við, yfirfara og varðveita raflagnateikningar. Rafmagnsveitumar segjast
vinna þetta verk í umboði viðkomandi byggingarfulltrúa.
Formaður nefndarinnar ritaði bréf til Rafmagnsveitu Reykjavíkur þann 17. nóvember 1993
og spurði í bréfinu um það, hvenær Rafmagnsveitan ætlaði að fara að framfylgja byggingar-
lögum frá 1978 þar sem kveðið er á um það hverjir hafa rétt til þess að gera uppdrætti. Svar
við þessari fyrirspurn hefur enn ekki borist.
Árið 1993 hóf Umhverfisráðuneytið sem er ráðuneyti byggingarmála, að löggilda raf-
lagnahönnuði skv. 12. gr. byggingarlaga nr. 54/1978.
Formaður nefndarinnar ritaði bréf til umhverfisráðherra þann 7. febrúar 1994 og spurðist
fyrir um það hver/hverjir munu framfylgja því að raflagnateikningar sem lagðar eru inn til
samþykktar hjá rafmagnsveitum séu gerðar af þeim sem eru með löggildingu til hönn-
unarstarfa, sbr. 12. grein byggingarlaga nr. 54/1978.
Með bréfi dagsettu 5. maí 1994 svarar umhverfisráðuneytið bréfinu. í svari sínu vísar
umhverfisráðuneytið til ljósrits af bréfi Iðnaðarráðuneytisins, dagsett 8. apríl 1994 til
Sambands íslenskra rafveitna. Umhverfisráðuneytið segist vera sammála því, sem þar kemur
fram um stöðu málsins. 1 lok bréfsins segir síðan að unnið sé að endurskoðun byggingarlaga
og sameiningu þeirra við skipulagslög. Fyrirhugað sé að leggja fram frumvarp um þetta í
upphafi næsta þings. Af svarbréfi Umhverfisráðuneytisins var þannig ljóst, að það ætlaði ekki
að gera neitt í málinu.
Þegar hér var komið sögu þótti nefndinni sýnt að málið var orðið lögfræðilegs eðlis (og
hafði kannski verið það frá byrjun). Fékk nefndin heimild til þess að ráða lögmann til þess að
skrifa greinargerð um málið. Nefndin réði Jón R. Pálsson hdl. til þess að skrifa greinargerð
um starfsréttindi tæknifræðinga samkvæmt 12. gr. byggingarlaga nr. 54/1978. Greinargerðin
fylgir nefndarskýrslu þessari, merkt fylgiskjal 1. í niðurlagsorðum greinargerðar lög-
mannsins, sem er dagsett 1. desember 1994 segir:
„I samræmi við framangreinda niðurstöðu legg ég til að málsmeðferð og niðurstaða
Umhverfisráðuneytis verði kærð til umboðsmanns Alþingis. Það þjónar ekki neinum til-
gangi að senda Umhverfisráðuneytinu mótmæli og mun einungis tefja málið. Það verður
að telja harla ólíklegt að það viðurkenni mistök sín. Ég óska því eftir umboði til þess að fá
að kæra málið.“
Með bakstuðningi Tæknifræðingafélagsins og Verkfræðingafélagsins var ákveðið að fela
lögmanninum að kæra málið. Lagði hann til að vænlegra til árangurs væri að einstaklingur