Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Blaðsíða 104
102 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
íslands (VFÍ) sem og stuðla að bættri verkmenningu, jafnt í verkfræðingsstörfum sínum,
sem öðrum athöfnum.
17. grein. Verkfræðingar skulu ekki ljá nafn sitt eða aðstoð þeim er vilja stunda verk-
fræðistörf, en hafa ekki til þess nauðsynlega menntun.
18. grein. Verkfræðingi er ekki heimilt að taka að sér störf sem áður höfðu verið falin öðrum
verkfræðingi, nema skil hafi verið gerð við hinn síðarnefnda eða samþykki hans komi til.
19. grein. Þegar verkfræðingur tekur að sér að rýna störf annarra verkfræðinga, skal hann
tilkynna þeim eða VFI um það.
20. grein. Verkfræðingar mega einungis hafa uppi gagnrýni á störf annars félaga á málefna-
legum grundvelli og skulu forðast að valda viðkomandi álitsspjöllum umfram það sem
málefnið gefur ástæðu til.
IV. Um siðanefnd, meðferð ágreinings og úrskurði.
21. grein. Til þess að framfylgja framanskráðum siðareglum skipar stjórn VFI siðanefnd
samkvæmt lögum félagsins. Ef einhver nefndarmanna á hagsmuna að gæta eða er í
nánum tengslum við aðila kærumáls, skal hann víkja sæti og varamaður skipaður í hans
stað. Nefndin skal halda gjörðabók þar sem skráðar eru fundargerðir og afgreiðsla mála.
22. grein. Stjórn VFI hefur eftirlit með því, að reglum þessum sé fylgt. Hún vísar málum til
úrskurðar siðanefndar þegar henni fmnst ástæða til. Einstakir verkfræðingar, svo og ein-
staklingar, fyrirtæki eða stofnanir, geta einnig skotið ágreiningsefnum eða álitamálum til
úrskurðar nefndarinnar.
Verkfræðingi er skylt að boði siðanefndar að gera henni viðhlítandi grein fyrir máli sínu
út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á reglum þessum. Ber honum í því efni að
svara og sinna án ástæðulauss dráttar fyrirspumum og kvaðningum siðanefndar.
Agreiningur milli verkfræðinga um skilning á reglum þessum sætir úrskurði siðanefndar.
23. grein. Nú er birtur úrskurður eða álit siðanefndar og skal þá því aðeins geta nafna aðila,
að nefndin telji það nauðsynlegt, m.a. vegna hagsmuna annarra verkfræðinga eða vegna
fyrri afskipta stjórnar félagsins.
24. grein. Stjórn VFI getur veitt einstökum verkfræðingum áminningu fyrir minniháttar brot
eða vítt verkfræðinga fyrir meiriháttar brot. Láti félagi sér ekki segjast getur stjórn VFÍ
vikið honum tímabundið úr félaginu. Ævarandi brottrekstur tekur þá fyrst gildi er tillaga
um hann hefur verið samþykkt á aðalfundi. Slíkar ákvarðanir skulu birtar í málgagni
félagsins.
Framanskráðar siðareglur má ekki skoða sem tæmandi taldar um góða verkfræðingshætti.