Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.1995, Blaðsíða 17
Skýrsla formanns VFÍ 15
Samstarfið hefur gengið mjög vel og farið fram úr björtustu vonum manna. Nefndir, stjómir
og deildir eru nú fleiri en áður var og félagsstarfíð er þróttmikið. Segja má að nefndir séu að
störfum fyrir félagið, meira og minna alla daga.
Til að taka á móti þessum aukna fjölda keypti hússjóður skilrúm í fundarsalinn, þannig að
unnt er að halda tvo fundi samtímis í honum. Þetta hefúr þó ekki dugað til og komið hefur
fyrir að nefndir hafa þurft að fara úr húsi með fyrirhugaða nefndarfundi, vegna húsnæðiseklu.
Aðrir hafa borið stóla og borð upp á III. hæð, en þar er laust húsnæði, hálf nöturlegt og þarfn-
ast endurnýjunar.
Félagsmenn hafa brýna þörf fyrir aukið húsnæði og samþykkt hefur verið að leggja
vesturendann undir félagsstarfið.
Húsnefnd VFI hefur lagt fram teikningar sem framkvæmdastjórn hefur samþykkt og verið
er að vinna að lagfæringum. Eldhúskrókur hefur verið stækkaður og keypt uppþvottavél og
ísskápur, en aðstaða var nánast engin þó ekki væri nema fyrir kaffíuppáhellingu. Arkitekta-
teikningar vann Halldóra Vífilsdóttir, en Vífill Oddsson hefur haft yfirumsjón með verki. Sjá
nánar ársskýrslu húsnefndar VFl.
Póstútsendingar á vegum félaganna hafa aukist að umfangi, en allur póstur fer gegnum
skrifstofu félagsins. Gerður var þjónustusamningur við Póst og síma sem sækir og kemur
með póstinn íyrir VFÍ, TFÍ, SV og FRV, alla virka daga, þannig að nú þarf ekki að gera sér
ferð úr húsi með póstinn. Fyrir þetta greiða félögin smáræði.
Mikill áhugi er fyrir því hjá stjórnum beggja félaga að létta undir með skrifstofufólki eins
og frekast er kostur, en talsvert vantar upp á að venjuleg dagvinna nægi fyrir þau störf sem
starfsfólki skrifstofu er ætlað að inna af hendi. Yfirvinna er ekki greidd og ekki er áhugi fyrir
að auka við mannafla.
Tveir stjómarmanna eru með aðstoð starfsfólks að leita leiða til að hagræða störfum skrif-
stofu þannig að létta megi eitthvað vinnuálagið.
Það sem efst var á blaði og hefur verið nefnt, var endurskipulagning á eldhúsi og kaup á
helstu hjálpartækjum eins og uppþvottavél o.fl.. Þá hefur verið ákveðið að festa kaup á
sjálfvirkari bréfsíma og lagfæra og styrkja tölvuútbúnað þannig að hann geti annað verki.
Þess má geta að VFI og TFI fengu að gjöf fax hugbúnað sem ekki vill virka og hafa hvort
félag um sig tilnefnt fulltrúa til að setja sig inn í málið og koma þessum hlutum í fullkomið
lag, sem og tölvumálum skrifstofunnar, en nettengingar o.fl. má betur fara.
Stærri verkefni, eins og undirbúningur undir ráðstefnur þ.e. Ijósritun, röðun gagna o.fl.
verður sent út úr húsi, eftir því sem því verður við komið. Ljóst er að alltaf lendir einhver
undirbúningsvinna og hliðarvinna á skrifstofu vegna ráðstefnuhalds og póstútsendinga, en
þetta ætti að létta eitthvað á. Haldið verður áfram að leita hagkvæmra leiða.
Þá má geta þess að SV og FRV hafa eindregið óskað eftir aðstoð skrifstofu VFÍ með eitt
og annað smávægilegt og er mikill áhugi fyrir að geta eitthvað liðsinnt, þó ekki væri nema að
taka yfir eða aðstoða með símaþjónustu. Verið er að kanna á hvem hátt væri heppilegast að
standa þar að verki. Hugmyndir eru uppi um að fá betra símaborð og verið er að athuga hvað
viðbótar símakerfi og línur myndu kosta. Framkvæmdastjóri SV getur látið einhverja þjón-
ustu hér á móti eins og t.d. aðstoð við undirbúning ráðstefna.
Framkvæmdastjóri situr fundi framkvæmdastjóma, aðalstjórna, hússtjómar sem og mennta-
málanefnda beggja félaganna og sér um afgreiðslu fundargerða. Framkvæmdastjóri hefur